Þann 16. júní síðastliðinn var afmæli leikskólans Vesturberg haldið hátíðlegt með börnum og starfsfólki. Hátíðin var sett með skrúðgöngu um hverfið þar sem gengið var undir trommuslætti og söng. Ýmis ævintýri biðu í kjölfarið á útisvæðinu eftir gönguna þar sem krakkarnir gátu farið í snú snú, pokahlaup, fallhlífa leiki og annars slags fjör. Eftir pylsupartý í hádeginu kom DansKompaní í heimsókn og sýndi atriðið Encanto með söng og dans – alveg frábært atriði. Til hamingju Vesturberg!
Vesturberg opnaði við Vesturbraut 13 í gömlu íbúðarhúsi þann 18. júní 1997 og var leikskólinn vígður 27. júní sama ár. Árið 2007 var hafist handa við byggingu nýs húss á lóð bakatil við Vesturbraut 15. Flutt var í nýtt og glæsilegt hús í júní 2008 og fór formleg vígsla hússins fram þann 28. ágúst 2008.