Mynd/teikning: Elín Elísabet
Kæru íbúar Reykjanesbæjar,
Undanfarnar vikur hafa verið fordæmalausar og næstu vikur verða það líka. Nú á dögum tengja margir við margvíslegar streituvaldandi tilfinningar sem tengjast heilsufari, efnahag og atvinnu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að hlúa að þeim sem standa okkur næst, tryggja nægan svefn og borða holla næringu. Þannig byggjum við grunn að andlegri og líkamlegri vellíðan. Foreldrar spila flókið hlutverk og það getur reynt á að samræma vinnu, nám barna, heimili og samverustundir fjölskyldunnar. Nú er tækifæri til þess að njóta augnabliksins og snúa þessum óvenjulegu aðstæðum upp í tækifæri til þess að dvelja í núinu og taka eftir fegurðinni í litlu hlutunum. Forðumst óhóflega drykkju áfengis og annarra vímuefna, það veikir ofnæmiskerfið og hefur neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Hlýðum fyrirmælum almannavarna til að vernda fólkið í kringum okkur og heilbrigðiskerfið. Sýnum góðvild, samkennd og samfélagslega ábyrgð.
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar