Vegna mjög villandi fyrirsagnar og fullyrðingar um opinbera fjármögnun Reykjanesbæjar á kaupum Magma í HS Orku sem finna má á forsíðu Morgunblaðsins í morgun er mikilvægt að fram komi að Reykjanesbær hefur ekki komið að samningum þessara aðila á nokkurn hátt.
Magma hyggst óska eftir að fá að yfirtaka skuldabréf GGE til Reykjanesbæjar að upphæð 6,3 milljarðar kr. Öllum má vera ljóst að það fyrirtæki Magma er mun sterkari bakhjarl skuldabréfsins en Geysir Green Energy eftir bankahrunið og því er eðlilegt að Reykjanesbær skoði vandlega umrætt tilboð.
Bæjarráð Reykjanesbæjar mun fá málið til umfjöllunar á næstu vikum.