Einu sinni skáti ávallt skáti
Skátarnir og Tónlistarskólinn leiða hina árlegu skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta sem hefst við skátaheimilið að Hringbraut 101, Reykjanesbæ kl. 12:00.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í gönguna með fánaveifur í tilefni sumarkomu og barnahátíðar í Reykjanesbæ.
Gengið verður upp Hringbraut, inn á Faxabraut og niður Hafnargötu að Keflavíkurkirkju. Messan hefst kl.12:30. Presturc er séra Sigfús Baldvin Ingvason. Allir bæjabúar eru velkomnir.
Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá við skátaheimilið frá Kl. 14:00 - 16:00. Þar verður hinn sívinsæli klifurturn og allir geta fengið að prófa. Skátaheimilið verður opið og eru bæjabúar hvattir til að koma og skoða heimilið og fræðast um það sem þar fer fram.
Bandalag íslenskra skáta er verndari þjóðfánans og í tilefni dagsins, verður boðið upp á stutt námskeið í meðhöndlun og umgengnisreglum íslenska fánans. Námskeiðið hefst kl. 14:30.
Hefðbundnar skátaveitingar verða í boði á meðan á dagskrá stendur.
Gleðilegt sumar.
Skátafélagið Heiðabúar.