Vinnuskóli Reykjanesbæjar
Reykjanesbær minnir á sumarvinnu ungmenna í 8. – 10. bekk grunnskóla en Vinnuskólinn býður upp á vinnu í tvö tímabil, fjórar vikur í senn.
8. bekkur
A tímabil 6. júní til 24. júní (unnið föstudaginn 24.júní)
B tímabil 4. júlí til 21 júlí
9. og 10. bekkur
A tímabil 6. júní til 1. júlí (unnið föstudaginn 1. júlí)
B tímabil 4. júlí til 28. júlí
Fyrstu 250 sem sækja um á A tímabil komast á það tímabil. Eftir það er úthlutað á B tímabil.
Sótt er um á heimasíðu Reykjanesbæjar. Þeir sem ekki eru nettengdir eða vilja fá aðstoð við að sækja um geta fengið aðstoð í 88 Húsinu.
Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður eldri borgurum og öryrkjum upp á
sláttuþjónustu sumarið 2011.
Gjald fyrir hverja umferð er 3000 kr.
Öryrkjar skrái sig hjá Þjónustumiðstöð Fitjabraut 1c gegn framvísun
örorkuskírteinis
Skráning fyrir eldri borgara er í síma 420 3200.
Umhverfisverðlaun og viðurkenningar fyrir fallega garða
Umhverfisverðlaun og viðurkenningar fyrir fallega garða eru veitt árlega af umhverfis- og skipulagssviði. Hægt er að senda inn tilnefningar á netfangið usk@reykjanesbaer.is í allt sumar en viðurkenningarnar verða veittar 25. ágúst Verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar
Sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar er Eitthvað í þá áttina sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. Á sýningunni er reynt að varpa ljósi á mismunandi nálgun og vinnuaðferðir listamanna sem fjalla um kort, staðsetningu og skrásetningu í verkum sínum.
Eftirfarandi listamenn eiga verk á sýningunni;
Ásta Ólafsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Didda Hjartardóttir Leaman, Einar Garibaldi Eiríksson, Etienne de France, Eygló Harðardóttir, Gjörningaklúbburinn, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Inga Svala Þórsdóttir, Ingirafn Steinarsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Rúnarsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.
Sýningarstjórar eru Didda H. Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Sýningin stendur til 22. ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar er opið virka daga frá kl. 12 - 17 og um helgar frá kl. 13 - 17.