Svanhildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Reykjanesbæ. Svanhildur hefur starfað hjá Reykjanesbæ í 18 ár, lengst af við upplýsingagjöf og -miðlun, menningar- og markaðsmál í Bókasafni Reykjanesbæjar. Auk þess sá hún um íbúavef Reykjanesbæjar sem var tilraunaverkefni árið 2014.
Svanhildur lauk mastersnámi í opinberri stjórnsýslu árið 2013, með upplýsingastjórnun og rafræn samskipti sem sérhæfingu, og grunnnámi í almennri bókmenntafræði árið 1999. Svanhildur hefur margsháttar reynslu af fjölmiðlun frá árinu 1992 sem blaðamaður, ritstjóri, útgefandi, útvarpsmaður og umsjónarmaður vefmiðla.