Leikritið Karíus og Baktus í flutningi starfsfólks Heilsuleikskólans Garðasels.
Börn og starfsfólk í Heilsuleikskólanum Garðaseli fékk heldur betur góða gesti í heimsókn í lok tannverndarviku í skólanum. Tannlæknarnir Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir komu færandi hendi ásamt aðstoðarkonum og gáfu leikskólanum hundinn Daisy. Daisy er með skínandi fínar tennur enda hugsar hún alltaf vel um þær. Öllum var síðan boðið að horfa á leikritið Karíus og Baktur í flutningi starfsfólks Garðasels.
Að sögn Ingibjargar Guðjónsdóttur leikskólastjóra var þetta mjög góður endir á vel heppnaðri tannverndarviku hjá Heilsuleikskólanum Garðaseli, en hún er haldin árlega í leikskólanum á þessum tíma árs.