253. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn þriðjudaginn 29. júní 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Áður en gengið var til dagsskrár mætti á fundinn fulltrúi frá umhverfissviði Reykjanesbæjar, Reynir Sævarsson verkfræðingur hjá Eflu, og kynnti þær hugmyndir sem upp væru hjá Reykjanesbæ varðandi hreinsun frárennslis í Reykjanesbæ.
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2021010430)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.
2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. (2020030194)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta hafnarmannvirki Reykjaneshafnar og uppbyggingu þeirra.
3. Hafnasamband Íslands. (2021010431)
Fundargerð 435. fundar Hafnasambands Íslands frá 04.06.21. Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
4. Cruise Iceland. (2021040138)
Aðalfundur Cruise Iceland var haldinn í Vestmannaeyjum 3. júní s.l. Hafnarstjóri sótti fundinn og fór yfir það sem þar kom fram.
Fylgigögn:
Aðalfundur Cruise Iceland
5. Samstarf hafna á Suðurnesjum. (2020090376)
Bréf Suðurnesjabæjar dags. 07.06.21 og tölvupóstur frá Reykjanesbæ dags. 16.06.21 um mögulegt samstarf hafna á Suðurnesjum. Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Bréf frá Suðurnesjabæ
Tölvupóstur
6. Thorsil ehf. (2019060173)
Þann 11. apríl 2014 undirrituðu Reykjaneshöfn og Thorsil ehf. lóðar- og hafnarsamning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á kísilveri Thorsil ehf. á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Á 241. fundi stjórnar Reykjaneshafnar var samþykkt að segja samningnum upp á grundvelli 2. mgr. greinar 7.4 í fyrrnefndum lóðar- og hafnarsamningi. Eftirfarandi var lagt fram: Þann 11. apríl 2014 var undirritaður lóðar- og hafnarsamningur milli Reykjaneshafnar annars vegar og Thorsil ehf. hins vegar um uppbyggingu kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, en í samningnum fólst m.a. að Reykjaneshöfn tryggði Thorsil ehf. ákveðna lóðaraðstöðu. Á 241. fundi stjórnar Reykjaneshafnar sem haldinn var 14. maí 2020 var samþykkt að segja samningnum upp í samræmi við 2. mgr. greinar 7.4 í samningnum þar sem Thorsil ehf. hafi vanefnt samningsskyldur sínar. Samkvæmt því ákvæði tekur uppsögn gildi einu ári eftir að uppsögnin berst Thorsil ehf. en hefur engin áhrif ef Thorsil ehf. efnir samningsskyldur sínar á árs uppsagnarfrestinum. Tilkynning um uppsögnina var send forsvarsmönnum Thorsil ehf. 20. maí 2020 í samræmi við ákvæði samningsins varðandi slíkar tilkynningar. Þar sem liðið er rúmt ár frá því að uppsögn samnings var tilkynnt og engin viðbrögð hafa borist frá Thorsil ehf. varðandi uppsögnina og lítur stjórn Reykjaneshafnar svo á að ofangreindur lóðar- og hafnarsamningur sé úr gildi fallinn. Samþykkt samhljóða.
7. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030. (2020010070)
Fræðsluráð Reykjanesbæjar er með til umfjöllunar drög að Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 og óskar umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög. Eftirfarandi var lagt fram: Fyrirliggjandi eru drög að Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 sem eru til umfjöllunar hjá fræðsluráði Reykjanesbæjar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkomnum drögum og leggur til að þau verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Tölvupóstur
8. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2021010434)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 8. júlí 2021.