294. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 27.febrúar 2025 kl. 16:00
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2024 (2025010261)
Farið var yfir stöðu endurskoðunar á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2024.
2. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)
Verkfundargerðir nr. 9, 10 og 11 lagðar fram.
3. Helguvíkurhöfn – Suðurbakki (2024040273)
Farið yfir ýmsa þætti í tengslum við uppbyggingu á Suðurbakka Helguvíkurhafnar og tengdra þátta. Einnig kynnt drög að samstarfssamkomulagi varðandi uppbyggingu í Helguvíkurhöfn milli utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslu Íslands, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar.
Atvinnu- og hafnarráð felur Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra að vinna málið áfram.
4. K64 - Hringrásariðngarður (2023100396)
Farið yfir stöðuna í verkefninu K64 - Hringrásariðngarður.
5. Hafnasamband Íslands – fundargerð stjórnar 24. janúar 2025 (2025020388)
Fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 24. janúar sl. lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
6. Samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs (2025010264)
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru hjá samráðsnefnd atvinnu- og hafnarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs.
7. Skemmtiferðaskip (2025020389)
Ákveðið hefur verið að stofna samráðshóp milli atvinnu- og hafnarráðs og menningar- og þjónusturáðs í tengslum við komu skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn. Hjörtur M. Guðbjartsson formaður fór yfir þær hugmyndir sem liggja þar til grundvallar.
Atvinnu- og hafnarráð tilnefnir Hjört M. Guðbjartsson og Alexander Ragnarsson til setu í viðkomandi samráðshópi ásamt Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra.
8. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2025010262)
Halldór K. Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.