1003. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 20. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Magnea Guðmundsdóttir varamaður og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.
1. Tillaga að gjaldskrá 2015 (2014110322)
Kristinn Jakobsson óskar eftir að bóka eftirfarandi:
Hækkanir á gjaldskrá Reykjanesbæjar eru umtalsverðar. Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ telur að fara verði varlega í gjaldahækkanir sem eingöngu bitna á barnafjölskyldum.
Í drögum að gjaldahækkunum fyrir árið 2015 er gerð tillaga að hækkun á matargjaldi leikskólabarna, gjaldi fyrir morgun-, hádegis- síðdegishressingu og hækkun skólamáltíða í áskrift. Auk þess er gert ráð fyrir að grunnskólabörn greiði fyrir aðgang á sundstöðum. Þessar hækkanir og fleiri nema ríflega 22 milljónir kr..
Ég legg til að falli verði fallið frá þessum tillögum og þessi í stað verði Víkingaheimum annað hvort seldir, leigðir eða lokað og með því spari bæjarsjóður 25-30 milljónir kr..
Við núverandi aðstæður í rekstri bæjarfélagsins verður að skoða lögbundin verkefni bæjarfélagsins og draga úr gæluverkefnum og skrautfjöðrum
Kristinn Þór Jakobsson.
Afgreiðsla gjaldskrár frestað til næsta fundar.
2. Erindi slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja v/skuld við SSS (2014110257)
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum meirihlutans að BS taki yfirdráttarlán að upphæð kr. 130 milljónir og geri upp skuld sína við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Böðvar Jónsson og Magnea Guðmundsdóttir sitja hjá.
3. Tillaga varðandi íbúavef Reykjanesbæjar (2014110309)
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari skoðunar við fjárhagsáætlunargerð.
4. Erindi leikskólastjóra Holts - ósk um aukið stöðugildi (2014110287)
Bæjarráð samþykkir að heimila leikskólastjóra að ráða starfsmann tímabundið vegna ársleyfis eins starfsmanns á Holti frá og með 20. nóvember 2014.
5. Erindi skólastjóra Heiðarskóla - ósk um aukið stöðugildi (2014110311)
Bæjarráð samþykkir erindið en um er að ræða aukið vinnuframlag vegna stuðnings við fatlaðan nemanda.
6. Beiðni um fjárhagsstyrk vegna ATP tónlistarhátíðarinnar (2014110290)
Bæjarráð telur jákvætt að menningarstarfsemi á borði ATP hátíðarinnar haldi áfram og vill leita leiða til að svo megi verða áfram.
Bæjarráð getur hins vegar ekki orðið við beiðni um beint fjárframlag úr bæjarsjóði en styður að hátíðin verði áfram styrkt í gegnum sameiginlega sjóði á svæðinu eins og undanfarin ár.
7. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur) (2014110247)
Lagt fram.
8. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína (2014110248)
Lagt fram.
9. Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll (2014110300)
Lagt fram.
10. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars (2014110301)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.