1078. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 16. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.
Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 10. júní 2016. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)
Ráðningarsamningur við Jón Óttar Birgisson dags. 2. nóvember 2015 lagður fram. Málinu frestað til næsta fundar.
3. Fjárhagsáætlun 2017 - 2020 (2016060178)
Lagt fram. Málinu frestað til næsta fundar.
4. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 8. júní 2016 (2016050195)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 13. júní 2016 (2016050102)
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. júní 2016 (2016030042)
Fundargerðin lögð fram.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Igloo ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 6 (2016060187)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)
a. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 - 2019, 765. mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/1285.html
Lagt fram.
9. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (2016060189)
Málinu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2016.