1194. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. nóvember 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Guðbrandur Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 (2018070011)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Starfsmannamál - trúnaðarmál (2018110124)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá málinu.
3. Pósthússtræti 5, 7 og 9 (2018070042)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi vegna vanhæfni.
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Erindinu frestað.
4. Kynning á drögum að breytingum á svæðisskipulagi Suðurnesja (2017030458)
Lagt fram til kynningar.
5. Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun (2018110122)
Lagðar fram leiðbeinandi verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar.
6. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 29. september 2016 og 24. október 2018 og skipun fulltrúa í stjórn (2018110108)
Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð samþykkir að skipa Sigurgest Guðlaugsson verkefnastjóra viðskiptaþróunar sem aðalmann og Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra sem varamann í stjórn Reykjanesfólkvangs.
7. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 5. nóvember 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 6. nóvember 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. nóvember 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. nóvember 2018.