1262. fundur

26.03.2020 08:00

1262. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 26. mars 2020, kl. 08:00

Viðstaddir:Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Covid 19 – Viðbrögð Reykjanesbæjar (2020030360)

Erindi vegna stöðu einstaklinga og fyrirtækja vegna COVID-19 lögð fram.
Regína F. Guðmundsdóttir. fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti minnisblað um frestun fasteignagjalda og gjalda í samþykktri gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
„Í 4.gr. í lögum 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga í er kveðið á um gjalddaga og eindaga fasteignagjalda sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber að ákveða gjalddaga fasteignagjalda í upphafi hvers árs og er eindagi samkvæmt lögunum 30 dögum eftir gjalddaga.
Með fyrirvara um breytingar á lögunum er lagt til að að frestað verði milliinnheimtu á fasteignagjöldum fyrir gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl og 1. maí að svo stöddu.
Einnig er lagt til að lögaðilar sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar geti óskað eftir að eindagi gjalddaganna 1. apríl og 1. maí verði tveimur mánuðum eftir gjalddaga.
Bæjarráð samþykkti á bæjarráðsfundi þann 19. mars breytingar sem lúta að öðrum gjaldskrárliðum:
Leikskólagjöld:
• Ekkert gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu
• Ekkert gjald fyrir börn á skólum sem er lokað á tímabilinu
• 50% gjald fyrir börn sem eru annan hvern dag
• 100% gjald fyrir börn sem eru alla daga
Greiðslur til dagforeldra:
Reykjanesbær greiðir til dagforeldra 50.000,- fyrir hvert barn í vistun. Komi til þess að dagforeldrar þurfi að loka á þjónustu sína vegna sóttkvíar eða veikinda þá kemur til álita hvort greiðslur til dagforeldra haldi ekki áfram þrátt fyrir þjónustuskerðingu við foreldra.
Frístund grunnskóla:
Innheimt verður eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.“
Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar og Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar mættu á fundinn og kynntu minnisblað um atvinnuátaksverkefni.
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti minnisblað um atvinnuátaksverkefni.
Bæjarráð bókar eftirfarandi:
„Sveitarfélagið er einnig að undirbúa verklegar framkvæmdir sem hægt er að hefja fljótlega og verða kynntar á næstunni.“
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram í erindum sem bárust frá Bus4u og Ásjá Sjúkraþjálfun.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að upplýsingum sé komið jafnóðum á framfæri við bæjarbúa.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
„Reykjanesbær færir starfsfólki og stjórnendum HSS bestu þakkir fyrir trausta og dygga þjónustu við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja á Suðurnesjum og landinu öllu. Á stundum sem þessum kemur glögglega í ljós hversu mikilvægt það er fyrir samfélag eins og okkar að hafa á að skipa vel menntuðu og dugmiklu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið til að setja þarfir annarra ofar sínum eigin.
Bestu þakkir til ykkar sem og allra sem leggja mikið á sig til þess að hlúa að þeim sem veikir eru og vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu.“

2. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Bent er á að fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar    

3. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að sviðsstjóri umhverfissviðs, bæjarstjóri og bæjarlögmaður ræði við forsvarsmenn Bus4u vegna beiðni fyrirtækisins.

4. Barnvæn sveitarfélög - innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2020021548)

Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 500.000 vegna verkefnisins. Upphæð tekin af bókhaldslykli 21-010.

5. Niðurstöður kosninga um kjarasamning Starfsmannafélags Suðurnesja við Samband íslenskra sveitarfélaga (2020030392)

Lagt fram.

6. Víkingabraut (2019120029)

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur fjármálastjóra um niðurfærslu skulda Íslendings ehf. og Útlendings ehf. að upphæð kr. 255.345.016.

7. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 2020 (2020030401)

Aðalfundarboð lagt fram. Formaður bæjarráð mun fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum sem haldinn verður 9. apríl nk.

Fylgigögn:

Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar

8. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 11. mars 2020 (2020021539)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Stjórnar Reykjanesfólkvangs 11. mars 2020

9. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 12. mars 2020 (2019050797)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja 12. mars 2020

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. mars 2020 (2020010217)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. mars 2020
Bókun á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál https://www.althingi.is/altext/150/s/1130.html
Umsagnarmál lagt fram.

Með því að smella hér opnast umsagnarmálið

12. Umsagnarmál í samráðsgátt (2020021308)

Tillögur um endurskoðun kosningalaga
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2669
Lagt fram.

Með því að smella hér opnast samráðsgáttin

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2020.