1310. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 11. mars 2021, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Húsnæðismál Tjarnargötu 12 (2019050839)
Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektar og Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna RNB. Kynntu þau fyrirliggjandi hugmyndir um endurbætur/breytingar á Ráðhúsi Reykjanesbæjar.
2. Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög (2021030052)
Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrra jafnrettislaga
3. Umsókn um beingreiðslusamning (2021010446)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ólafur Garðar Rósinkarsson ráðgjafaþroskaþjálfi mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Lögð fram beiðni um fjármagn vegna beingreiðslusamnings, kr. 33. 309.900.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2021.
4. Umsókn um notendastýrða persónulega aðstoð (2020080539)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ólafur Garðar Rósinkarsson ráðgjafaþroskaþjálfi mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Lögð fram beiðni um viðbótarfjármagn vegna stuðningsþjónustu inn á heimili, kr. 14.413.200.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2021.
5. Stýrihópur almenningssamgangna (2019090564)
Lögð fram tillaga frá stýrihópi almenningssamgangna um akstur frístunda- og tómstundabíls til reynslu í einn mánuð sem mun keyra um Innri-Njarðvík og Ásbrú.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, kostnaður kr. 2.380.000 tekinn af bókhaldslykli 21-011 og felur umhverfissviði nánari útfærslu.
6. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)
Lögð fram stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytisins frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
7. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 3. og 22. desember 2020 (2020021371)
Lagðar fram fundargerðir.
Fylgigögn:
Fundargerð 52. stjórnarfundar BS
Fundargerð 53. stjórnarfundar BS
8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 18. febrúar 2021 (2021030130)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 54. stjórnarfundar BS
9. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 25. febrúar 2021 (2021030070)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
37. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 25. febrúar 2021
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. febrúar 2021 (2021020026)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 895
11. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 2. mars 2021 (2021010072)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð almannavarna 2 mars 2021
12. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)
a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2, 353. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
c. Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
d. Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars 2021.