1315. fundur

15.04.2021 08:00

1315. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 15. apríl 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Lóðarleigusamningar (2019100188)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður á fundinn. Lagt fram minnisblað með samantekt á lóðarleigusamningum Reykjanesbæjar og kynntar hugmyndir Sambands íslenskra sveitarfélaga að heildarlöggjöf lóðarleigusamninga.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra, Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

2. Selás 20 (2019090080)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og fóru yfir stöðu málsins.

Lögð fram samantekt bæjarlögmanns Reykjanesbæjar.

Bæjarráð hafnar erindi um endurupptöku.

3. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Njarðvíkurskóla (2021040120)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu og kynntu fyrirhugaðar viðgerðir og breytingar á starfsmannaaðstöðu í Njarðvíkurskóla.

Bæjarráð heimilar sviðsstjóra umhverfissviðs að auglýsa útboð.

4. Ljósleiðaravæðing í Höfnum (2021040118)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála. Lagt fram minnisblað um uppbyggingu, eignarhald og rekstur ljósleiðarakerfis í dreifbýli Reykjanesbæjar.

Bæjarráð heimilar sviðsstjóra umhverfissviðs að hefja undirbúning að ljósleiðaravæðingu í Höfnum.

Fylgigögn:

Ljósleiðaravæðing Höfnum

5. Stytting vinnuvikunnar – vaktavinnufólk (2019100323)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og kynntu stöðu verkefnisins sem snýr að vaktavinnufólki.

6. Ársreikningur 2020 (2021040123)

Í gegnum fjarfundabúnað mættu á fundinn Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds og fóru yfir ársreikning Reykjanesbæjar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Reykjanesbæjar 2020 til endurskoðunar.

7. Íþróttahreyfingin og COVID-19 (2020040039)

Lagt fram erindi frá Ungmennafélagi Njarðvíkur varðandi fjárhagsstöðu félagsins.

Bæjarráð samþykkir styrk kr. 6.000.000 á grundvelli erindis sem barst frá félaginu. Tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.

Fylgigögn:

Íþróttahreyfingin og Covid-19 - erindi frá UMFN

8. Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. 20. apríl 2021 (2021040136)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð tilnefnir Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra sem fulltrúa Reykjanesbæjar í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

10. Fundargerð stjórnar Íslendings ehf. 9. apríl 2021 (2020080084)

Fundargerð lögð fram.

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. apríl 2021.