1317. fundur

29.04.2021 08:00

1317. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 29. apríl 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Suðurnesjalína 2 (2019050744)

Gegnum fjarfundabúnað mættu Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi og fóru yfir efnisatriði kæru vegna ákvörðunar Reykjanesbæjar frá 19. janúar 2021.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni og skipulagsfulltrúa að vinna áfram í málinu.

2. Launagreining (2021040553)

Iðunn K. Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar og Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Lagt fram minnisblað um niðurstöður launagreiningar sem staðfestir að kyn hefur ekki marktæk áhrif á laun hjá sveitarfélaginu þegar tekið hefur verið tillit til starfa, ábyrgðarstigs, menntunar- og símenntunarálags.

3. Atvinnuátak (2021030003)

Þórdís Ó. Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mættu á fundinn gegnum fjarfundabúnað og kynntu forsendur og skilyrði átaksverkefna um tímabundin störf.

Bæjarráð fagnar úrræði stjórnvalda sem nefnist „Hefjum störf“ og „Ráðningarstyrk“ og lýsir yfir ánægju sinni með að sérstaklega sé horft til þess hóps sem undir það heyrir.

Bæjarráð fagnar úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn og lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda starfa sem ráðstafað hefur verið til sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að bjóða ungmennum fæddum árið 2004 til starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2021.

Kostnaður fer undir bókunarliðinn Átak í atvinnu. Áætlaður heildarkostnaður Reykjanesbæjar er kr. 170.000.000.

4. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 19. apríl 2021 (2019110200)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað og fór yfir verkefnastöðu á öðrum áfanga Stapaskóla.

5. Borðtennisdeild Reykjanesbæjar (2021040093)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Lögð fram beiðni um að fá aðstöðu fyrir félagið á Hringbraut 125 (gamla slökkviliðsstöðin). Jafnframt lögð fram áætlun um kostnað vegna breytinga á húsnæðinu.

Bæjarráð samþykkir styrk kr. 3.000.000, tekið af bókunarlykli 21-011-9220.

6. Ljósanótt 2021 (2021030300)

Lagt fram minnisblað frá Guðlaugu M. Lewis menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

7. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum vegna Covid 19 (2020040083)

Lögð fram stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytisins og bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um fjármál sveitarfélaga á árinu 2021.

Bæjarráð vísar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra Reykjanesbæjar til frekari vinnslu.

Fylgigögn:

Til allra sveitarstjórna

8. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. 29. apríl 2021 (2021040525)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

EFF - Boðun aðalfundar 2021 og tillögur

9. Aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 6. maí 2021 (2021040562)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn.

Fylgigögn:

Aðalfundur Kölku 2021 - fundarboð

10. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 16. apríl 2021 (2021010666)

Fundargerð lögð fram.

11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 20. apríl 2021 (2021030004)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

288. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 20.04.2021

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
c. Tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. maí 2021.