1470. fundur

06.06.2024 08:15

1470. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 6. júní 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að taka á dagskrá Erindisbréf ungmennaráðs (2023050182). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 10.

1. Húsnæði Keilis - Grænásbraut 910 (2023030333)

Hreinn Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað um ástand húsnæðis Keilis og Háaleitisskóla og þær viðhaldsframkvæmdir sem nauðsynlegar eru.

2. Gervigras í Reykjaneshöll (2024040397)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað vegna kaupa á nýju gervigrasi í Reykjaneshöll. Einnig lagt fram minnisblað frá fulltrúum knattspyrnudeildar Keflavíkur og Njarðvíkur.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka tilboði Metatronik og felur Kristni Þór Jakobssyni innkaupastjóra að vinna áfram í málinu.

3. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Lagt fram minnisblað með rauntímaáætlun við fjárhagsáætlunargerð 2024-2027.

4. Farsældarráð barna - samstarfssamningur (2020120051)

Lagt fram til upplýsinga þar sem kynnt eru næstu skref innleiðingar svæðisbundinna farsældarráða.

Bæjarráð samþykkir að fara í verkefnið í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og leggur áherslu á að náið samstarf verði við innleiðingarteymi farsældar í sveitarfélaginu og að verkefnið verði að fullu fjármagnað af ríkinu.

5. Keilir - breytingar á samþykktum (2024060030)

Lagt fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um breytingar á samþykktum Keilis sem fela í sér fækkun á stjórnarmönnum úr fimm í þrjá og tvo varamenn.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá og leggur áherslu á að Reykjanesbær eigi ávallt aðalmann í stjórn Keilis.

6. Stjórn bílastæðasjóðs (2022100414)

Málinu frestað.

7. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga - kynningarfundur (2023090620)

Óskað er eftir dagsetningu til að halda kynningarfund með sveitarstjórnarfulltrúum.

Bæjarráð leggur til að kynningarfundur verði haldinn 19. júní kl. 17:00.

8. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Lava Car Rental ehf., Flugvellir 23-25 og Grænásbraut 501 (2024050408)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

9. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 12. júní 2024 (2024060026)

Lagt fram aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Bæjarráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum en til vara Sverri B. Magnússyni varamanni í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja.

10. Erindisbréf ungmennaráðs (2023050182)

Lögð fram drög að erindisbréfi ungmennaráðs.

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til samþykktar í bæjarstjórn 11. júní 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 11. júní 2024.