1505. fundur

27.02.2025 08:15

1505. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 27. febrúar 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Sigurður Guðjónsson sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá tvö mál. Bókasafn Reykjanesbæjar - mönnunarþörf (2025020450), fjallað verður um málið undir dagskrárlið 13 og Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 20. febrúar 2025 (2025010010), fjallað verður um málið undir dagskrárlið 14.

1. Innheimta innviðagjalds (2025020412)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis m/Vatnsnesi um staðfestingu á heimild Reykjanesbæjar til innheimtu á innviðagjaldi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög 5-0 og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.

2. Sunnubraut 35 - íþróttaakademíureitur (2025010481)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað starfshóps um þróun Akademíureitsins þar sem óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við Alta ráðgjöf um tilboð í vinnu við forsögn, verkefnalýsingu og grunn að útboðsgögnum.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að fela Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga til samninga við Alta.

3. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Sigurður Hreinsson verkefnisstjóri frá Sjómannadagsráði mættu á fundinn.

Lagt fram kostnaðaryfirlit vegna nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ ásamt fundargerð verkefnastjórnar.

4. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Jón Ólafur Erlendsson frá VSB verkfræðistofu mættu á fundinn.

Lögð fram framvinduskýrsla vegna 2. áfanga Stapaskóla.

5. Uppfærsla á hönnunarstaðli Reykjanesbæjar (2024020301)

Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir 5-0 uppfærslu á hönnunarstaðli Reykjanesbæjar.

6. Brynja leigufélag - umsókn um stofnframlag (2025020417)

Beiðninni frestað. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið upp seinna á árinu.

7. Beiðnir um gögn frá kjörnum fulltrúum - vinnulýsing (2025020421)

Lögð fram til kynningar vinnulýsing úr gæðahandbók Reykjanesbæjar þegar beiðni berst um gögn frá kjörnum fulltrúum.

8. Aðalfundur HS Veitna hf. 27. mars 2025 (2025020418)

Lagt fram aðalfundarboð HS Veitna hf. Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

9. Fundargerð neyðarstjórnar 11. febrúar 2025 (2025020264)

Lögð fram til kynningar fundargerð neyðarstjórnar.

Fylgigögn:

Fundargerð 90. fundar neyðarstjórnar 11. febrúar 2025

10. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 20. febrúar 2025 (2025020420)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

Fylgigögn:

55. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 20.02.2025

11. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18., 19., 20., 21., og 24. febrúar 2025 (2025020043)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 965
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 966
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 967
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 968
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 969

12. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)

Drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum
Drög að frumvarpi um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum

Umsagnarmál lögð fram.

13. Bókasafn Reykjanesbæjar - mönnunarþörf (2025020450)

Lagt fram minnisblað um breyttan opnunartíma og aukna þjónustu í Bókasafni Reykjanesbæjar. Kostnaður vegna þessa er áætlaður kr. 13.500.000.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2025.

14. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 20. febrúar 2025 (2025010010)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Tekið til sérstakrar samþykktar mál 1 frá fundargerð stjórnar Eignasjóðs, Háaleitisskóli – hönnun og kostnaðaráætlun stækkunar (2024100195), fyrirhuguð sala á húsnæðinu að Breiðbraut 645. Bæjarráð samþykkri 5-0 að eignin verði sett í söluferli.

Tekið til sérstakrar samþykktar mál 2 frá fundargerð stjórnar Eignasjóðs, Leikskólinn Drekadalur – staða framkvæmda og áætlaður heildarkostnaður (2022100203), að sett verði í forgang að framkvæmdum við leikskólann Drekadal verði lokið að fullu. Bæjarráð samþykkir 5-0.

Önnur mál fundargerðarinnar kynnt.

Fylgigögn:

Fundargerð 17. fundar stjórnar Eignasjóðs 20. febrúar 2025


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.