1506. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 6. mars 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
1. Gæðahandbók Reykjanesbæjar (2025030006)
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mætti á fundinn.
Kynnt var notkun á gæðahandbók Reykjanesbæjar.
2. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025 (2025030033)
Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar mætti á fundinn.
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2025.
Bæjarráð samþykkir 5-0 fyrirliggjandi drög.
3. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)
Lögð fram samantekt um samræmda flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar. Sveitarfélaginu ber skylda að flokka sorp samkvæmt reglugerð nr. 803/2023. Fram kemur í bókun sjálfbærniráðs að farið verði í heildarútboð á flokkunarílátum bæði innan- og utanhúss í stofnunum sveitarfélagsins. Bæjarráð felur Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa að vinna áfram í málinu.
4. Fjörheimar - umsókn um tækifærisleyfi (2025030024)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Ársskýrsla Brunavarna Suðurnesja 2024 (2025030032)
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Brunavarna Suðurnesja 2024.
6. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 20. mars 2025 (2025020199)
Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga. Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
7. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 13. febrúar 2025 (2025020452)
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
51. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 13022025
8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 20. febrúar 2025 (2025020453)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarnar Suðurnesja.
Fylgigögn:
90. fundur stjórnar BS
9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. febrúar 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 970
10. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur 26. febrúar 2025 (2025030040)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur.
Fylgigögn:
73. fundur Almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur
11. Fundargerð neyðarstjórnar 3. mars 2025 (2025020264)
Lögð fram til kynningar fundargerð neyðarstjórnar.
Fylgigögn:
Fundargerð 91. fundar neyðarstjórnar 3. mars 2025
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. mars 2025.