501. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 7. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.
Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Þ. Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Helga María Finnbjörnsdóttir varabæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari og í forsæti var Elín Rós Bjarnadóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26 maí og 2. júní 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Gunnar Þórarinsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson og Magnea Guðmundsdóttir.
Fyrsti töluliður í fundargerð bæjarráðs nr. 1074 frá 19. maí 2016 kemur til afgreiðslu í 6 máli fundarins. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 2. júní 2016 (2016010178)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 9. maí 2016 (2016020332)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
4. Fundargerðir stjórnar Reykjaneshafnar 20. og 26 maí 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
5. Fundargerð fræðsluráðs 27. maí 2016 (2016010248) Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Helga María Finnbjörnsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Kristinn Þór Jakobsson og Ingigerður Sæmundsdóttir. Fundargerðin samþykkt 11-0.
6. 1. mál frá fundi bæjarráðs dags. 19. maí 2016 (2016010766) Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun meirhluta bæjarstjórnar:
„Í bréfi sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi bæjarstjórn Reykjanesbæjar þ. 18. maí sl. bregst nefndin við tilkynningu Reykjanesbæjar frá 499. bæjarstjórnarfundi þ. 3. maí sl. um að samningar við kröfuhafa séu ekki í sjónmáli. Í bréfinu kemur fram að það sé mat eftirlitsnefndar að greiðslubyrði samstæðu Reykjanesbæjar umfram greiðslugetu sé svo mikil að ljóst sé að ekki muni úr rætast í bráð. Þá uppfylli samstæðan hvorki viðmið 64. gr. sveitarstjórnarlaga, bráðabirgðaákvæðis II né 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012. Því telji nefndin að ekki verði hjá því komist að leggja til við innanríkisráðherra að Reykjanesbæ verði skipuð fjárhaldsstjórn, sbr. 86. gr. sveitarstjórnarlaga. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort slík tillaga verði lögð fyrir innanríkisráðherra er bæjarstjórn gefið tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum sínum eða frekari upplýsingum sem hún telur þörf á. Í því skyni vill bæjarstjórn upplýsa eftirlitsnefndina um eftirfarandi:
Frá því að framangreind tilkynning var send eftirlitsnefndinni þ. 4. maí sl. hefur viðræðum við kröfuhafa verið fram haldið og því enn von til þess að frjálsir samningar um breytingar á skuldum Reykjanesbæjar náist. Slíkir samningar myndu um leið létta á greiðslubyrði þess og gera því kleift að leggja fram raunhæfa aðlögunaráætlun eins og lög gera ráð fyrir.
Því óskar bæjarstjórn eftir lengri fresti sem nýttur yrði til þess að ná ásættanlegri niðurstöðu.“
Friðjón Einarson, Gunnar Þórarinsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir og Kolbrún Jóna Pétursdóttir.
Gert er fundarhlé kl. 17:47. Fundi framhaldið kl. 18:02.
Til máls tók Böðvar Jónsson og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna erindis Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga:
„Í bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 18. maí sl. fjallar nefndin um að ekki liggi fyrir svokölluð aðlögunaráætlun um það hvernig bæjarstjórn hyggst uppfylla skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga fyrir árslok 2022. Sú aðlögunaráætlun sem nefndin hefur þegar fengið er frá árinu 2013 og hefur verið vitað um talsvert skeið að hún muni ekki standast. Vegna þeirra viðræðna sem staðið hafa yfir við kröfuhafa s.l. tvö ár, án þess að árangur hafi náðst, hefur bæjarstjórn beðið með að vinna nýja aðlögunaráætlun og hefur það verið gert í samráði við Eftirlitsnefndina. Allir samningar, hvort sem þeir snúa að niðurfærslu höfuðstóls eða lækkunar vaxta munu hafa jákvæð áhrif á stöðu bæjarsjóðs og færa sveitarfélagið nær því að uppfylla skuldaviðmiðið.
Eftirlitsnefndin hefur haft til skoðunar og meðferðar fjögurra ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem lögð var fram og samþykkt í bæjarstjórn fyrir síðustu áramót. Fyrir liggur að sú áætlun er kolröng, forsendur hennar óraunhæfar og framtíðarspá í engu samræmi við horfur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í bæjarráði bent á að tekjuforsendur áætlunar séu allt of lágar svo nemur mörgum milljörðum á aðlögunartímabilinu, íbúaþróun sé sett í algjört lágmark og eignir sveitarfélagsins séu vanmetnar.
Nauðsynlegt er að sveitafélagið hefji nú þegar vinnu við gerð nýrrar aðlögunaráætlunar þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samkomulag um niðurfærslu skulda af hálfu kröfuhafa. Breyttar tekjuforsendur, aukinn íbúafjöldi og lækkun útgjalda m.a. vegna félagsþjónustu gera það að verkum að skuldavandi sveitarfélagsins er væntanlega mun minni en fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir. Þá áætlun þarf svo að leggja fyrir Eftirlitsnefndina og í kjölfarið ræða um þá möguleika sem sveitarfélagið hefur til þess að uppfylla reglur um skuldaviðmið fyrir árslok 2022.
Mikilvægt er að fram komi að engar viðræður hafa átt sér stað milli bæjarstjórnar og Eftirlitsnefndar á síðustu mánuðum, nefndin hefur eingöngu rætt við embættismenn og eftir atvikum, fulltrúa meirihlutans. Hyggist nefndin leggja til við ráðherra að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn er mikilvægt að nefndin fundi með allri bæjarstjórn Reykjanesbæjar og heyri sjónarmið allra bæjarfulltrúa á fjárhagsstöðunni en ekki aðeins fulltrúum meirihlutans.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að Eftirlitsnefnd veiti sveitarfélaginu frest, t.d. til næstu áramóta, til að vinna áfram að þeim samningaviðræðum sem hafa átt sér stað að undanförnu við kröfuhafa sveitarfélagsins um leið og unnin verður ný aðlögunaráætlun sem lögð verður fyrir nefndina ekki síðar en í árslok 2016.“
Böðvar Jónsson, Magnea Guðmundóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Ingigerður Sæmundsdóttir.
Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson og Böðvar Jónsson.
7. Forsetakosningar 2016 – kosning í undirkjörstjórnir (2016040337)
Tilnefnd eru í undirkjörstjórn vegna forsetakosningar 2016 eftirtaldir aðilar:
Hverfiskjörstjórn Njarðvíkurskóli:
- Sigurbjörg Gísladóttir, kennitala ekki birt.
- Guðveig Sigurðardóttir, kennitala ekki birt.
Hverfiskjörstjórn Akurskóli:
- Ólafur Eggertsson, kennitala ekki birt.
- Jón Snævar Jónsson, kennitala ekki birt.
Undirkjörstjórnir:
- 1. kjördeild Njarðvíkurskóli:
Ágústa Guðmundsdóttir, kennitala ekki birt.
Sjöfn Olgeirsdóttir, kennitala ekki birt.
Laufey Ragnarsdóttir, kennitala ekki birt.
Ingiber Óskarsson, kennitala ekki birt.
Gunnheiður Kjartansdóttir, kennitala ekki birt.
Sveindís Árnadóttir, kennitala ekki birt.
- 2. kjördeild Njarðvíkurskóli:
Sigurveig Ósk Olgeirsdóttir, kennitala ekki birt.
Esther Guðmundsdóttir, kennitala ekki birt.
Sigfríður Sigurðardóttir, kennitala ekki birt.
Svana Daðadóttir, kennitala ekki birt.
Jón Axel Steindórsson, kennitala ekki birt.
Guðríður Walderhaug, kennitala ekki birt.
- 3. kjördeild Heiðarskóli:
Jónína S Helgadóttir, kennitala ekki birt.
Agnes M Garðarsdóttir, kennitala ekki birt.
Guðríður Gestsdóttir, kennitala ekki birt.
Sigurbjörg Jónsdóttir, kennitala ekki birt.
Júlía Jörgensen, kennitala ekki birt.
Anna Björk Erlingsdóttir, kennitala ekki birt.
- 4. kjördeild Heiðarskóli:
Birna Þórðardóttir, kennitala ekki birt.
Helga Jónsdóttir, kennitala ekki birt.
Helga Ingimundardóttir, kennitala ekki birt.
Sigurborg Magnúsdóttir, kennitala ekki birt.
Hildur Bára Hjartardóttir, kennitala ekki birt.
Jóhanna Sigurðardóttir, kennitala ekki birt.
- 5. kjördeild Heiðarskóli:
Þórunn Þorbergsdóttir, kennitala ekki birt.
Ingibjörg Hilmarsdóttir, kennitala ekki birt.
Hrönn Þorgrímsdóttir, kennitala ekki birt.
Guðrún Jóhannsdóttir, kennitala ekki birt.
Aldís Ósk Sævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Magnea Þorsteinsdóttir, kennitala ekki birt.
- 6. kjördeild Heiðarskóli:
Bjarney S Snævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Hildur Elísabet Þorgrímsdóttir, kennitala ekki birt.
Bryndís Kjartansdóttir, kennitala ekki birt.
Elín Gunnarsdóttir, kennitala ekki birt.
Bryndís Guðmundsdóttir, kennitala ekki birt.
Gunnhildur Þórðardóttir, kennitala ekki birt.
- 7. kjördeild Heiðarskóli:
Guðný Húnbogadóttir, kennitala ekki birt.
Guðríður Þórsdóttir, kennitala ekki birt.
Brynja Sigfúsdóttir, kennitala ekki birt.
Margrét Helga Jóhannsdóttir, kennitala ekki birt.
Ástríður H Sigurðardóttir, kennitala ekki birt.
Kristín Rún Sævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Elísabet Sævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Harpa Sigurjónsdóttir, kennitala ekki birt.
Jóhann Rúnar Kristjánsson, kennitala ekki birt.
Þuríður Á Þorkelsdóttir, kennitala ekki birt.
Halldóra Vala Jónsdóttir, kennitala ekki birt.
Kristín Hjartardóttir, kennitala ekki birt.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, kennitala ekki birt.
Dagbjört Þ Ævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Bergþóra Káradóttir, kennitala ekki birt.
Halla Sæbjörnsdóttir, kennitala ekki birt.
Júlía Ævarsdóttir, kennitala ekki birt.
Ester Sigurjónsdóttir, kennitala ekki birt.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Böðvar Jónsson og Friðjón Einarsson. Tillagan er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Til máls tók Böðvar Jónsson og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
„Í ljósi þess að kjör undirkjörstjórna uppfyllir ekki ákvæði 45 gr. sveitarstjórnarlaga um kynjahlutföll í nefndum sem skipaðar eru af hálfu bæjarstjórnar geta undirrituð ekki samþykkt þá tillögu sem hér liggur fyrir um undirkjörstjórnir.“
Böðvar Jónsson, Magnea Guðmundsdóttir, Ingigerður Sæmundsdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið.