547. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. júní 2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari og í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
Guðbrandur Einarsson, sem lengsta setu hefur í bæjarstjórn, setti fundinn og bauð nýja bæjarfulltrúa velkomna.
1. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 (2018030233)
Guðbrandur Einarsson fór yfir úrslit kosninganna sem fram fóru 26. maí 2018.
Á kjörskrá voru alls 11.396. Á kjörstað kusu 5.880 eða 51,6 %. Alls greiddu 614 atkvæði utan kjörfundar og voru því samtals greidd 6.494 atkvæði. Kosningaþátttaka var því 57%.
Atkvæði féllu þannig : Á listi: 524 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi, B listi: 883 atkvæði og 2 bæjarfulltrúar, D listi: 1.456 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar, M listi: 822 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi, P listi: 380 atkvæði, S listi: 1302 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar, V listi: 122 atkvæði, Y listi: 856 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi.
Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar réttkjörnir eru :
1. Margrét Ólöf A Sanders D
2. Friðjón Einarsson S
3. Jóhann Friðrik Friðriksson B
4. Guðbrandur Einarsson Y
5. Margrét Þórarinsdóttir M
6. Baldur Þórir Guðmundsson D
7. Guðný Birna Guðmundsdóttir S
8. Gunnar Þórarinsson Á
9. Anna Sigríður Jóhannesdóttir D
10. Díana Hilmarsdóttir B
11. Styrmir Gauti Fjeldsted S
Varabæjarfulltrúar Reykjanesbæjar réttkjörnir eru :
1. Ríkharður Ibsensson D
2. Eydís Hentze Pétursdóttir S
3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir B
4. Kolbrún Jóna Pétursdóttir Y
5. Gunnar Felix Rúnarsson M
6. Andri Örn Víðisson D
7. Guðrún Ösp Theodórsdóttir S
8. Jasmína Crnac Á
9. Hanna Björg Konráðsdóttir D
10. Trausti Arngrímsson B
11. Sigurrós Antonsdóttir S
2. Kosningar til eins árs samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1000/2013 (2018060139)
2.1. Forseti bæjarstjórnar sbr. 15. gr.
Guðbrandur Einarsson óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Jóhann Friðrik Friðriksson sem forseta bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Jóhann Friðrik Friðriksson, nýkjörinn forseti þakkaði bæjarfulltrúum traustið og tók við fundarstjórn.
2.2. 1. varaforseti. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og var hún sjálfkjörin.
2.3. 2. varaforseti. Uppástunga kom um Baldur Þóri Guðmundsson (D) og var hann sjálfkjörinn.
2.4. Tveir skrifarar og tveir til vara sbr. 16. gr.
Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Önnu Sigríði Jóhannesdóttur (D) og Guðbrand Einarsson (Y) og voru þau sjálfkjörin.
Varaskrifarar. Uppástunga kom um Styrmi Gauta Fjeldsted (S) og Díönu Hilmarsdóttur (B) og voru þau sjálfkjörin.
2.5. Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara sbr. 44. gr.
Uppástunga kom um aðalmenn: Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Ólöf A. Sanders og Gunnar Þórarinsson og voru þau sjálfkjörin.
Uppástunga kom um varamenn: Guðný Birna Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson og Jasmína Crnac og voru þau sjálfkjörin.
Varamenn þeirra skv. 2. mgr. 44. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.
3. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. 57. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1000/2013. (2018060140)
3.1. Yfirkjörstjórn við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar - 3 aðalmenn og 3 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Magnea Herborg Björnsdóttir (B), Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir (D), Valur Ármann Gunnarsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Ólöf Sveinsdóttir (B), Kristbjörn Albertsson (D), Jurgita Milleriene (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.2. Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur- 1 aðalmaður og 1 til vara
Tilnefndur er sem aðalmaður Kjartan Már Kjartansson og var hann sjálfkjörinn.
Tilnefndur er sem varamaður Guðlaugur H. Sigurjónsson og var hann sjálfkjörinn.
3.3. Stjórn Reykjaneshafnar - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Sigurður Guðjónsson (B), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Hanna Björg Konráðsdóttir (D), Úlfar Guðmundsson (M), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Jón Halldór Sigurðsson (B), Hrafn Ásgeirsson (Y), Bjarki Már Viðarsson (D), Annel Jón Þorkelsson (M), Íris Ósk Ólafsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.4. Barnaverndarnefnd - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Díana Hilmarsdóttir (B), Halldór Rósmundur Guðjónsson (Y), Þuríður Berglind Ævarsdóttir (D), Davíð Brár Unnarsson (M), Sigurrós Antonsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Tinna Kristjánsdóttir (B), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Anna Steinunn Jónasdóttir (D), Annel Jón Þorkelsson (M), Valur Ármann Gunnarsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.5. Velferðarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hrafn Ásgeirsson (Y), Jónína Sigríður Birgisdóttir (D), Jasmina Crnac (Á), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Andrea Ásgrímsdóttir (B), Lovísa N Hafsteinsdóttir (Y), Anna Steinunn Jónasdóttir (D), Rósa Björk Ágústsdóttir (Á), Elfa Hrund Guttormsdóttir (S) og voru þær sjálfkjörnar.
3.6. Fræðsluráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Bjarni Páll Tryggvason (B), Valgerður Björk Pálsdóttir (Y), Andri Örn Víðisson (D), Íris Ósk Kristjánsdóttir (Á), Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Díana Hilmarsdóttir (B), Hulda B Þorkelsdóttir (Y), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Guðbjörg Ingimundardóttir (Á), Þórdís Elín Kristinsdóttir (S) og voru þær sjálfkjörnar.
3.7. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands - 1 aðalmaður og 1 til vara
Tilnefndur er sem aðalmaður Ásbjörn Jónsson og var hann sjálfkjörinn.
Tilnefndur er sem varamaður Friðjón Einarsson og var hann sjálfkjörinn.
3.8. Íþrótta- og tómstundaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Eva Stefánsdóttir(B), Birgir Már Bragason (Y), Brynjar Freyr Garðarsson (D), Alexander Ragnarson (Á), Jón Haukur Hafsteinsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Guðmundur Stefán Gunnarsson (B), Lovísa N. Hafsteinsdóttir (Y), Birgitta Rún Birgisdóttir (D), Jóhannes Albert Kristbjörnsson (Á), Styrmir Gauti Fjeldsted (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.9. Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Guðbrandur Einarsson (Y), Margrét Ólöf A. Sanders (D), Gunnar Þórarinsson (Á), Friðjón Einarsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Díana Hilmarsdóttir (B), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Baldur Þórir Guðmundsson (D), Jasmina Crnac (Á), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.10. Menningarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Þóranna Jónsdóttir (B), Kristján Jóhannsson (Y), Sigrún Inga Ævarsdóttir (D), Linda María Guðmundsdóttir (M), Elfa Hrund Guttormsdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Jóhanna María Kristinsdóttir (B), Davíð Örn Óskarsson (Y), Birgitta Rún Birgisdóttir (D), Helga Auðunsdóttir (M), Eydís Hentze Pétursdóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
3.11. Umhverfis- og skipulagsráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Róbert Jóhann Guðmundsson (B), Helga María Finnbjörnsdóttir (Y), Ríkharður Ibsensson (D), Gunnar Felix Rúnarsson (M), Eysteinn Eyjólfsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn Kristín Þórarinsdóttir (B), Hannes Friðriksson (Y), Grétar Ingólfur Guðlaugsson (D), Jón Már Sverrisson (M), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S) og voru þau sjálfkjörin.
4. Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 2018 - 2022 (2018060111)
Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þórir Guðmundsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
5. Áhersluatriði D-listans í Reykjanesbæ 2018 (2018060142)
Til máls tók Margrét Ólöf A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Um leið og fulltrúar D listans óska nýkjörnum meirihluta til hamingju með málefnasamninginn til næstu fjögurra ára vill D listinn koma á framfæri áherslum sínum fyrir árið 2018. D listinn mun síðan leggja fram áherslur sínar á hverju ári út kjörtímabilið.“
1. Fjármál og stjórnun
a. D listinn styður meirihlutann í að eitt af forgangsmálum sé að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022.
b. Auknu svigrúmi í fjármálum skal varið í að minnka álögur á íbúa, hlúa að innviðum en alls ekki til að auka bákn sveitarfélagsins.
c. Lækka skal fasteignaskatta strax til móts við hækkun fasteignamats á síðustu 3 árum og þá miklu hækkun sem taka á gildi þann 1. janúar 2019.
2. Íþróttir fyrir alla
a. Farið verði í stefnumótun með íþróttafélögunum í bænum um uppbyggingu framtíðaríþróttaaðstöðu og staðsetningar íþróttamannvirkja. Í framhaldi verði gert kostnaðarmat á tillögurnar og teiknuð upp tímasett aðgerðaráætlun í framhaldinu.
b. Lausn verði fundin á bráðabirgðaaðstöðu næsta vetur fyrir körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í samráði við deildina.
c. Lausn verði fundin á bráðabirgðaaðstöðu næsta vetur fyrir unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur í samráði við deildina.
d. Unnið verði með íþróttafélögunum í að mæta fjölgun iðkenda, bæði með tilliti til aðstöðu og þjálfara.
e. Unnið verði að lausn á heitavatnsmálum í íþróttavallarhúsi knattspyrnudeildar Njarðvíkur.
3. Leikskóla- og dagmæðramál
a. Gerð verði tímasett framtíðaráætlun um að öll börn komist á leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur.
b. Gerð verði könnun á áhuga foreldra á að næsti leikskóli verði rekinn með þarfir vaktavinnufólks í huga.
c. Skoðað verði til bráðabirgða að aðstoða dagmæður með aðstöðu.
4. Frístundaskóli
a. Skipulag frístundaskóla verði miðlægt og metnaður settur í hann í samvinnu við tómstunda- og íþróttafélög.
b. Vinna með tómstunda- og íþróttafélögum um að koma að skipulagi og fjölbreyttum frístundaskóla fyrir öll börn.
5. Strætó
a. Gera þarfagreiningu á strætóleiðum með þarfir barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi að leiðarljósi sem og með tilliti til opnunartíma 88 hússins og Fjörheima.
b. Stefna skal að fríum strætó fyrir börn 18 ára og yngri.
6. Snjallvæðing
a. Gerð verði áætlun um að samræma og sameina þjónustugáttir Reykjanesbæjar í eina íbúagátt til að einfalda samskipti íbúa við stjórnsýsluna.
b. Öll eyðublöð skulu samræmd og rafvædd og afgreiðsla umsókna verði með gagnsæjum hætti svo hægt sé að fylgjast með ferli þeirra.
c. Aðgengi að vef Reykjanesbæjar verði bætt meðal annars með því að þýða stærri hluta vefsins yfir á ensku og pólsku, sérstaklega þær upplýsingar er snúa að börnum og unglingum.
7. Húsnæðis og skipulagsmál
a. Bærinn marki sér stefnu um skipulag miðbæjarins, hvaða þjónustu eigi að bjóða þar upp á og um gerð þeirra húsa sem þar standa. Gott væri að teikna strax upp heildarmyndina.
b. Marka þarf skýra stefnu gagnvart staðsetningu gistiheimila, hótela og stærra húsnæðis sem leigt er út í langtímaleigu, m.a. til fyrirtækja sem nýta það til framleigu fyrir farandverkafólk. Reykjanesbær þarf að hafa stjórn á hvar slíkum byggingum er fyrir komið innan sveitarfélagsins. Þá er nauðsynlegt að breyting á eðli starfsemi í slíkum eignum sé í öllum tilfellum kynnt fyrir nágrönnum og sé ekki í andstöðu við íbúa á svæðinu. D listinn leggur áherslu á að íbúðum farandverkafólks sé dreift um Reykjanesbæ eins og kostur er.
8. Umhverfismál
a. Mörkuð verði stefna í að Reykjanesbær verði leiðandi í grænni orku og sjálfbærni og að sett verði skýr markmið í átt að kolefnishlutleysi.
b. Flokkun á sorpi frá heimilum og fyrirtækjum er mjög aðkallandi verkefni og vinna þarf gegn plastsóun í samstarfi við bæjarbúa, félagasamtök og fyrirtæki í bænum.
c. Vinna þarf að grænum samgöngum til framtíðar. Í skipulagsmálum og byggingarskilmálum þarf að gera ráð fyrir rafbílavæðingu og að íbúar og fyrirtæki séu hvattir til að kanna kosti rafbíla.
d. Gróðursetja þarf fleiri tré til að kolefnisbinda og skapa með því ákjósanlegt umhverfi til útivistar og afþreyingar.
9. Heilbrigðismál
a. D listinn fagnar því að núverandi meirihluti setji á oddinn aðferð þá er D listinn kynnti fyrir kosningar að þverpólitískur hópur yrði myndaður um eflingu heilsugæslunnar. D listinn telur þó að með stofnun Lýðheilsuráðs um málaflokkinn ásamt öðrum mikilvægum málum verði fókusinn ekki nægur. D listinn mælir því með að myndaður verði sérstakur þverpólitískur hópur til að berjast fyrir heilsugæslunni og að þeim hópi komi einnig heilbrigðisstarfsmenn. Hópurinn vinni að forgangsröðun, setji upp aðgerðaráætlun og tímalínu til að ná árangri.
b. Stuðningur við foreldra vegna kvíða og þunglyndis barna og unglinga þarf að vera aðgengilegur og vel kynntur.
Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Baldur Þórir Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.
6. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2018060143)
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 20. júní til 15. ágúst n.k. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 21. ágúst 2018.
Tillagan samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:56.