Fundargerð 600. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 1. desember 2020, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
Forseti byrjaði fundinn á að fara yfir hverjir sátu fyrsta fund sameinaðs sveitarfélags þann 21. júní 1994.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. nóvember 2020 (2020010002)
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:
„Nú þykir ljóst að afleiðingar Covid 19 verða mun alvarlegri og langvinnari en búist var við. Því er ljóst að margir þurfa að treysta á öryggisnet ríkis og sveitarfélaga sér til lífsviðurværis. Á Suðurnesjum var atvinnuleysis farið að gæta áður en faraldurinn skall á og er staðan nú grafalvarleg.
Fyrir ári síðan fengu 195 einstaklingar fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ en þeim hefur fjölgað um 63,6% og eru nú 319. Það er því nauðsynlegt að bregðast við þessari miklu aukningu og sporna gegn henni með einhverjum hætti. Upphæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga er í öllum tilfellum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og því erfitt fyrir fólk að þurfa að treysta á þær sér til framfærslu.
Mikið atvinnuleysi kemur verulega niður á tekjustofnum sveitarfélaga og gerir þeim erfitt fyrir að mæta þeim útgjaldaauka sem fylgir greiðslu fjárhagsaðstoðar.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar því á Ríkisstjórn Íslands að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til að bregðast við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum kórónaveirufaraldursins.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Margrét A. Sanders.
Fundargerðirnar samþykktar 10-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1295. fundar bæjarráðs 19. nóvember 2020
Fundargerð 1296. fundur bæjarráðs 26. nóvember 2020
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. nóvember 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 6. nóvember til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Víðidalur 10 og 12 - Breyting á deiliskipulagi (2019090216) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Baugholt 23 - Fyrirspurn um lóðarstækkun - niðurstaða grenndarkynningar (2020080237) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Mardalur 26-34 - Fyrirspurn (2019060043) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Háholt 26 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2020110310) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 9 - Uppskipting á lóð (2020050593) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Birkiteigur 1 - Fyrirspurn (2020020673) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Mánagata 3 - Fyrirspurn um stækkun á húsi (2020110302) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Fimmtándi liður fundargerðarinnar Nesvegur 50 - Deiliskipulag (2020080234) var samþykktur 10-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt án umræðu að öðru leyti 10-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 260. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. nóvember 2020
3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 18. nóvember 2020 (2020010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét A.Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 10-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 15. fundar menningar- og atvinnuráðs 18. nóvember 2020
4. Fundargerð velferðarráðs 18. nóvember 2020 (2020010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 392. fundar velferðarráðs Reykjanesbæjar 18. nóvember 2020
5. Fundargerð framtíðarnefndar 18. nóvember 2020 (2020010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 14. fundar framtíðarnefndar 18. nóvember 2020
6. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 19. nóvember 2020 (2020010252)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 246. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 19.11.20
7. Fundargerð barnaverndarnefndar 23. nóvember 2020 (2020010004)
Fundargerðin lögð fram. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Kjartan Már Kjartansson.
Fylgigögn:
Fundargerð 275. fundar barnaverndarnefndar 23. nóvember 2020 - fyrir bæjarstjórn
8. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 24. nóvember 2020 (2020010205)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Díana Hilmarsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 144. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 24.11.2020
9. Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2020110331)
Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu tryggingastærðfræðings Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 70%.
Fylgigögn:
Endurgreiðsluhlutfall ER 2021 bæjarstjórn
10. Lýðheilsustefna – fyrri umræða (2019100079)
Forseti gaf orðið laust um lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar. Jóhann Friðrik Friðriksson fór yfir helstu punktana sem fram koma í stefnunni.
Til máls tók Margrét A. Sanders.
Bæjarstjórn vísar stefnunni til seinni umræðu bæjarstjórnar 15. desember 2020. Samþykkt 11-0.
11. Gjaldskrá 2021 (2020110443)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.
Gjaldskrá 2021 vísað til síðari umræðu 15. desember nk. Samþykkt 11-0.
12. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og sameiginlega rekinna stofnana 2021 - 2024 - fyrri umræða (2020060158)
Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds komu inn á fundinn undir þessu lið.
Forseti gaf orðið laust um fjárhagsáætlunina. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sem fylgdi áætluninni úr hlaði og fór yfir helstu áhersluatriði.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar eru byggðar á þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júní, eins og kemur fram á bls. 5 í „Forsendur og Markmið Fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar“.
Efnahagshorfur frá þeim tíma hafa versnað og birti Hagstofan nýja spá þann 1. október sl. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun taki mið af nýjustu spám um hagvöxt og atvinnuleysi, það gerir hún ekki. Nauðsynlegt er því að uppfæra fjárhagsáætlunina miðað við réttar forsendur. Auk þess er mikilvægt að horfa til spár Seðlabankans sem kom út 1. nóvember síðast liðinn, en sú spá er dekkri en spá Hagstofunnar. Árið 2021 gerir Hagstofan ráð fyrir 3,9 % hagvexti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir 2,3% hagvexti. Hvað atvinnuleysið varðar þá gerir Hagstofna ráð fyrir að það verði 6,8% á landsvísu en Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að það verði 8,3%. Hér í Reykjanesbæ er atvinnuleysið mun hærra og er það mikið áhyggjuefni. Meirihlutinn í Reykjanesbæ getur ekki sett fram fjárhagsáætlun sem byggð er á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi, það gefur ekki rétta mynd af áætluðum tekjum og gjöldum sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að fá í þeirri vinnu sem fram undan er sviðmyndargreiningar með tilliti til hagvaxtar og atvinnuleysis. Verði horfurnar dekkri en gert er ráð fyrir.
Nauðsynlegt er að hægræða í rekstri bæjarins vegna mikils samdráttar í tekjum og aukinna útgjalda sem einkum eru rakin til veirufaraldursins. Ég legg því til að hagrætt verði í stjórnsýslunni sem hefur blásið út í tíð þessa meirihluta. Gerð er því tillaga um 10% hagræðingu í stjórnsýslu bæjarins að velferðarsviði undanskildu.“
Margrét Þórarinsdóttir (M).
Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson og Friðjón Einarsson.
Til máls tók Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar, bæjarfulltrúa Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar:
„Sú fjárhagsáætlun sem nú er verið að leggja fram til fyrri umræðu, sýnir glögglega hversu mikil og neikvæð áhrif kórónuveirufaraldurinn er að hafa á afkomu Reykjanesbæjar.
Fyrir ári síðan var lögð fram áætlun fyrir árið 2021 sem gerði ráð fyrir að tekjur sveitarsjóðs yrðu 17,7 milljarðar en nú er verið að gera ráð fyrir 16 milljarða tekjum. Þetta er lækkun upp á 1,7 milljarð króna sem minnkar verulega það svigrúm sem sveitarfélagið hefur til þess að sinna skyldum sínum og bregðast við þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir.
Þá hafa rekstrarútgjöld frá fyrri áætlun aukist um 1,2 milljarða sem gerir það að verkum að rekstrarniðurstaða A-hluta verður neikvæð sem nemur 2,4 milljörðum en áður hafði verið gert ráð fyrir að afkoman yrði jákvæð um 829 milljónir.
Gert er ráð fyrir að halli samstæðu þ.e. A og B hluta verði 1.888 milljónir en áður hafði verið gert ráð fyrir að jákvæðri afkomu upp á 1.578 milljónir.
Þetta er mikil breyting sem þarna er að eiga sér stað og hægt að bregðast við með ýmsum hætti. Við sem sitjum í meirihluta Reykjanesbæjar teljum eðlilegt að hvorki sé dregið úr þjónustu né fjárfestingum við þessar aðstæður. Slíkt myndi bara auka á vandann sem þó er ærinn fyrir.
Mestu máli skiptir að haldið sé þétt utan um þá sem þurfa á þjónustu opinberra aðila að halda. Það er sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga að sjá til þess.
Hins vegar vekja fregnir af væntanlegum bóluefnum vonir um að fyrr en varir verði séð fyrir endann á þessu ástandi og hægt verði að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik.
Við munum þá geta komist fljótt og vel út úr þessum aðstæðum og lagt fram jákvæðari áætlanir en nú er verið að gera.“
Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fjárhagsáætlun 2021-2024 vísað til síðari umræðu 15. desember nk. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45