681. fundur

17.09.2024 17:00

681. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 17. september 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. september 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1481. fundar bæjarráðs 5. september 2024
Fundargerð 1482. fundar bæjarráðs 12. september 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 6. september til sérstakrar samþykktar.

Þriðja mál fundargerðarinnar Ásbrú til framtíðar - rammahluti aðalskipulags (2019050477). Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Þriðja mál samþykkt 11-0.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Faxabraut 69 - niðurstaða grenndarkynningar (2024060118) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Hringbraut 90 - niðurstaða grenndarkynningar (2023100242) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Vallarás 13 - niðurstaða grenndarkynningar (2024060215). Þessu máli hafði verið frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 6. september og því ekki tekið til samþykktar.
Tíunda mál fundargerðarinnar Faxagrund 3 - stækkun hesthúss (2024080187) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Breiðbraut 671 (2024060404) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Sjávargata 33 - niðurstaða grenndarkynningar (2020010328) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Njarðvíkurbraut 25 fjölbýlishús - niðurstaða grenndarkynningar (2024040268) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar Heiðartröð 554 - uppskipting fasteignar (2024030378) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Klettatröð 19a - uppskipting fasteignar (2024060380) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 343. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2024

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 3. september 2024 (2024010208)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 50. fundar lýðheilsuráðs 3. september 2024

4. Fundargerð velferðarráðs 12. september 2024 (2024010214)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Mál 2 frá fundargerð velferðarráðs 12. september:

„Ég vil þakka Henný Úlfarsdóttur teymisstjóra barnaverndarþjónustu Reykjanesbæjar fyrir greinargóða skýrslu og starfsfólki barnaverndar sem stóð bakvaktina fyrir þeirra störf. Einnig vil ég þakka Flotanum, starfsmönnum félagsmiðstöðva fyrir sitt framlag og lögreglunni fyrir flott samstarf við barnavernd og Flotann og hve lögreglan var sýnileg. Það sýndi sig hve samvinnan er mikilvæg. Hjartans þakkir fyrir alla ykkar vinnu. Aðkoma allra þessara aðila á Ljósanótt er mjög mikilvæg sem sýndi sig svo sannarlega á því hve vel gekk.“

Mál 5 frá fundargerð velferðarráðs 12. september:

„Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðra kom og sagði frá framgangi fjárhagsáætlana hjá búsetuþjónustu. Eins og við vitum er fjárhagsáætlunargerð í vinnslu . Ólafur segir að það hafi verið erfiðleikar með mönnun búsetuúrræða. Veikindi starfsmanna vegna mikils álags í vinnu. Aukin yfirvinna starfsmanna vegna erfiðleika með að manna stöður. Lágmarksmönnun á öllum stöðum. Þetta eru sorglegar fréttir.
Verið er að óska eftir 8 nýjum stöðugildum. Við erum að tala um 8 ný stöðugildi. Já, 8 ný stöðugildi. Þetta er algerlega óásættanlegt ástand. Ég velti fyrir mér hvað gerðist, hvert erum við komin varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í dag eru 18 börn í Skjólinu og 3 starfsmenn, ég bara spyr er það ásættanlegt?

Það þarf að greina þennan vanda, hvað veldur því að erfitt er að manna búseturræði fyrir fatlað fólk. Hann nefnir einnig mikið álag starfsmanna vegna aukinnar yfirvinnu vegna erfiðleika með mönnun. Hvað ætlar meirihlutann að gera? Reykjanesbær þarf að bregðast við manneklu þessa málaflokks sem veldur skerðingu á þjónustu við hann. Umbót óskar svara um hvað Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið ætla að gera til að bregðast við þessum vanda sem þarf að leysa strax."

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 435. fundar velferðarráðs 12. september 2024

5. Fundargerð menntaráðs 13. september 2024 (2024010202)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Mál 1 frá fundargerð menntaráðs 13. september:

„Ég fagna því að menntaráð vísar tillögu að átaki varðandi sálfræðilegar athuganir hjá skólaþjónustu menntasviðs til fjárhagsáætlunarvinnu. Þetta er mjög þarft verkefni og mun skila sér í betri þjónustu til þeirra barna sem þurfa á henni að halda og stytta biðlista verulega. Í dag eru 162 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu. Með því að ráða tímabundið einkastofu til að stytta biðlista hjá þessum börnum þá erum við að tala um kostnað upp á um það bil 12 milljónir á ársgrundvelli en biðlistinn myndi þá styttast úr 162 börnum í 102.

Þetta yrði arðbær fjárfesting til framtíðar og við myndum sjá árangur af þessari fjárfestingu inni í skólakerfinu og félagslega kerfinu.

Ég vona svo sannarlega að það verði tekið vel í þessa beiðni frá menntasviði í fjárhagsáætlunarvinnunni og að hún verði að veruleika.“

Mál 6 frá fundargerð menntaráðs 13. september:

„Ég tek undir með Helga Arnarsyni sviðsstjóra menntasviðs um mikilvægi þess að ráða inn starfsmann í mannauðsdeild Reykjanesbæjar sem myndi hafa umsjón með mannauðsmálum menntasviðs. Það þarf að greina þann vanda sem er nú til staðar hjá starfsfólki menntasviðs, hver er ástæðan á bakvið öll þessi langtímaveikindi. Eins og staðan er í dag þá erum við að tala um 200 milljónir í greiðslur til starfsfólks sem hefur farið í langtímaveikindi. Miðað við þann kostnað sem hlýst af langtímaveikindum þá sjáum við að það endurspeglar starfsaðstæður kennara og það þarf svo sannarlega að hlúa betur að þeim.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 377. fundar menntaráðs 13. september 2024


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.