682. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 1. október 2024, kl. 17:00
Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Jón Már Sverrisson, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Jón Már Sverrisson sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. september 2024 (2024010003)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1483. fundar bæjarráðs 19. september 2024
Fundargerð 1484. fundar bæjarráðs 26. september 2024
2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 13. og 20. september 2024 (2024010213)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 20. september til sérstakrar samþykktar.
Fjórða mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - Aðaltorg M12 (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - ÍB9 og OP18 Dalshverfi (2023080307) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - ÍB33, OP26 og S26 Höfnum (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Vallarás 13 - niðurstaða grenndarkynningar (2024060215) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Grófin 19 og 19a - sameining lóða (2024080460).
Guðbergur Reynisson (D) tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Umbótar:
„Árið 2023 sótti HS dreifing ehf. um að byggja atvinnuhúsnæði á lóð í Grófinni 19A sem hefur tilheyrt fasteign í Grófinni 19 síðastliðin 37 ár. Lóðinni var úthlutað sem geymslulóð fyrir húsnæði að Grófinni 19 árið 1986 og skilgreind sem Grófin 19a. Við sáum ákveðin tækifæri í því að nýta báðar þessar samliggjandi lóðir undir fleiri fermetra þar sem að lóðirnar voru lítið nýttar. Erindið var lagt fyrir umhverfis- og skipulagssvið bæjarins og því synjað vegna nýsamþykkts aðalskipulags þar sem að þessi lóð féll orðið undir svokallað miðsvæði.
Á þeim forsendum hófum við þá vinnu að hanna húsnæði sem myndi samræmast skipulagi þessa svæðis og myndi henta á þessa lóð. Glóra ehf. sendi síðan inn annað erindi til umhverfis- og skipulagsráðs fyrir okkar hönd þann 6. september síðastliðinn, um að láta sameina þessar tvær lóðir í eina, þar sem að það væri verið að hanna húsnæði á lóðina samkvæmt hinu nýja skipulagi. Við sáum fyrir okkur að reisa fjölbýlishús á þessum tveimur samliggjandi lóðum sem HS dreifing er eigandi að og rífa það húsnæði sem stendur á lóð númer 19. Þar með værum við fyrstir til að hefja uppbyggingu á þessu svæði eins og miðað er við í hinu nýsamþykkta aðalskipulagi. Því erindi var einnig synjað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 20. september án skýringa.
Fyrir hönd HS dreifingar ehf. óskar lóðarhafi eftir frekari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.
Undir þetta erindi tökum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Umbótar og óskum eftir því að bæjarstjórn vísi málinu aftur til umhverfis- og skipulagsráðs til betri umræðu og rökstuðnings. Afgreiðsla málsins fari fram eftir að lóðarhafi hafi fengið tækifæri til að greina frá sínum fyrirætlunum.“
Guðbergur Reynisson, Margrét Sanders og Helga Jóhanna Oddsdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jón Már Sverrisson bæjarfulltrúi Umbótar.
Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundarhlé var gert kl. 17:35.
Fundur aftur settur kl. 17:42.
Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) tók til máls og lagði fram bókun bæjarstjórnarfulltrúa meirihlutans:
„Meirihluti bæjarstjórnar áréttar að ákvörðun í máli Grófarinnar 19 og 19a snýr að því að hafnað var að sameina umræddar tvær lóðir. Er þessi ákvörðun tekin þar sem þegar er mál í gangi sem snýr að grenndarkynningu á svæðinu tengt smáhúsum. Þar sem það mál er í opinberri vinnslu er ekki hægt að taka ákvörðun um sameiningu á sama tíma. Sökum þess synjaði meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs erindinu og einblínir á að klára þá ákvörðun og framtíðarstaðsetningu smáhúsanna.
Ákvörðunin um grenndarkynninguna, sem ekki enn hefur farið fram, var samþykkt af öllum aðilum innan umhverfis- og skipulagsráðs og samþykkt af bæjarstjórn Reykjanesbæjar.“
Aðalheiður Hilmarsdóttir (S), Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B),Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Tillaga um að vísa málinu aftur til umhverfis- og skipulagsráðs var felld með 7 atkvæðum Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur, Sverris Bergmanns Magnússonar, Aðalheiðar Hilmarsdóttur, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, Bjarna Páls Tryggvasonar, Díönu Hilmarsdóttur og Valgerðar Bjarkar Pálsdóttur á móti 4 atkvæðum Margrétar A. Sanders, Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, Guðbergs Reynissonar og Jóns Más Sverrissonar.
Mál 13 samþykkt með sjö atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, á móti fjórum atkvæðum minnihluta bæjarstjórnar.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Bílastæði við kirkjugarð Keflavíkur (2024090500) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Framlenging á framkvæmdaleyfi (2024040265) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda máli fundargerðarinnar Baugholtsróló - dagmæður (2024060191) þarf að vísa aftur til umhverfis- og skipulagsráðs. Samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust.
Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna máls 1 og 17 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2024.
„Samgöngur innan Reykjanesbæjar skipta íbúa miklu máli, enda mikið öryggismál, og telur Sjálfstæðisflokkurinn mikilvægt að þær séu greiðar og að framkvæmdir taki eins skamman tíma og hægt er og að óþægindi bæjarbúa séu sem minnst.
Undanfarið ár hafa lokanir ýmissa gatna þrengt verulega að samgöngum, valdið hættu fyrir íbúa, framkvæmdir tekið óratíma og skortur verið á upplýsingagjöf til íbúa. Í ljósi þessa leggjum við fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Lokun Þjóðbrautar
a. Hversu langur var framkvæmdatíminn áætlaður?
b. Var skoðaður möguleiki á hjáleið þegar ákvörðun um lokun Þjóðbrautar var tekin?
c. Var ekki möguleiki að horfa til þess að klára framkvæmdir fyrir skólabyrjun?
d. Hver samþykkir lokanir og hver hefur eftirlit með framkvæmdum fyrir hönd Reykjanesbæjar?
2. Framkvæmdir við Skólaveg, frá Hringbraut að Sólvallagötu
a. Hversu langur hefur framkvæmdatíminn verið?
b. Hversu langur var framkvæmdatíminn áætlaður?
c. Hver hefur eftirlit með framkvæmdinni fyrir hönd Reykjanesbæjar?
d. Hvenær er áætlað að opnað verði að fullu?
3. Einstefna á hluta Skólavegar, frá Sóltúni að Hringbraut
a. Hver tekur ákvörðun um að beina allri umferð hluta Skólavegar inn í þröngar nálægar götur og það á skólatíma?
b. Hver ákvað að þrengja gatnamótin á mótum Skólavegar og Hringbrautar og hvers vegna?
4. Umferðarljós á Njarðarbraut, gönguleið að Njarðvíkurskóla
a. Hvernig stendur á því að þessi mikilvægu gangbrautarljós eru enn ekki komin í gagnið?
b. Var engin leið að flýta lagfæringu þeirra?
c. Hver hefur kostnaður lögreglunnar verið við að vakta og stýra umferð gangandi barna þarna yfir á morgnana og í lok skóladags?
Að lokum veltum við því fyrir okkur hvers vegna tæknilausnir hafi ekki verið nýttar til að upplýsa íbúa betur, t.d. með því að senda sms skilaboð í síma íbúa sem lokanir snerta helst.
Við óskum eftir skriflegu svari við ofangreindum spurningum á næsta bæjarstjórnarfundi.“
Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D)
Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders, Valgerður Björk Pálsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 344. fundar umhverfis- og skipulagsráðs - aukafundur - 13. september 2024
Fundargerð 345. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. september 2024
3. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 19. september 2024 (2024010212)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 12. fundar stjórnar eignasjóðs 19. september 2024
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 24. september 2024 (2024010207)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 186. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 24. september 2024
5. Fundargerð sjálfbærniráðs 25. september 2024 (2024010210)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 54. fundar sjálfbærniráðs 25. september 2024
6. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 26. september 2024 (2024010206)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbergur Reynisson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 289. fundar atvinnu- og hafnarráðs 26.09.24
7. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 27. september 2024 (2024010209)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 57. fundar menningar- og þjónusturáðs 27. september 2024
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:28.