207. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar haldinn 27. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 08:15
Mættir : Halldór Rósmundur Guðjónsson formaður, Hólmfríður Karlsdóttir aðalmaður, Hildur Gunnarsdóttir aðalmaður, Ólafur Grétar Gunnarsson aðalmaður, Sigurrós Antonsdóttir aðalmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
1. Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ staðfestar í bæjarstjórn 7. október 2014 (2014100049)
Siðareglur lagðar fram, ræddar, samþykktar og undirritaðar.
2. Beiðni um að taka þátt í rannsókn (2014100260)
Ása Margrét Helgadóttir MA nemi í félagsráðgjöf óskar eftir að barnavernd Reykjanesbæjar taki þátt í rannsókn. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á aðstæður og mál barna sem tilkynnt er um vegna vímuefnavanda foreldra í Reykjanesbæ. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar samþykkir að rannsóknin verði gerð og óskar eftir því að niðurstöður verði kynntar fyrir nefndinni.
3. Kynningarbréf (2014090120)
Halla Dröfn Jónsdóttir MA nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands óskar eftir að barnavernd Reykjanesbæjar taki þátt í rannsókn sem fjallar um stuðningsúrræði í barnavernd. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar samþykkir að rannsóknin verði gerð og óskar eftir því að niðurstöður verði kynntar fyrir nefndinni.
4. Tvö trúnaðarmál á dagskrá.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin lögð fram á fundi bæjarstjórnar 4. nóvember 2014.