211. fundur

27.02.2015 10:30

Mættir : Halldór Rósmundur Guðjónsson formaður, Hólmfríður Karlsdóttir aðalmaður, Hildur Gunnarsdóttir aðalmaður, Ólafur Grétar Gunnarsson aðalmaður, Sigurrós Antonsdóttir aðalmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Sigríður Rósa Laufeyjardóttir félagsráðgjafi og Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi, sem jafnframt ritaði fundargerð.


1.  2 trúnaðarmál á dagskrá

2. Verklag vegna skólaforðunar barna (2015020363)
Verklag vegna skólaforðunar barna

Nefndinni kynnt nýtt verklag sem starfsmenn barnaverndarnefndar eru að vinna með Fræðsluskrifstofu og stjórnendum grunnskóla í Reykjanesbæ vegna skólaforðunar barna. Stofnað hefur verið þverfaglegt teymi til að koma á verklagi. Í teyminu sitja María Gunnarsdóttir, forstöðumaður og Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi fyrir hönd barnaverndarnefndar, Gyða Arnmundsdóttir fyrir hönd Fræðsluskrifstofu og Ásgerður Þorgeirsdóttir fyrir hönd skólastjórnenda.

Markmiðið með teyminu er að bregðast við þegar börn mæta ekki í skóla, efla samstarf milli stuðningskerfa og tryggja að sambærileg mál fái sambærilega meðferð.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar telur alvarlegt þegar börn mæta ekki í skóla og því er mikilvægt að samstaða sé á milli stuðningskerfa svo sem barnaverndar, skóla og Fræðsluskrifstofu til að bregðast á skjótan hátt við vandanum.

Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar fagnar því að komið hafi verið á teymi til að taka á þessum alvarlega vanda í sveitarfélaginu, að börn mæti ekki í skóla. 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin lögð fram á fundi bæjarstjórnar 3. mars 2015.