218. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn 26. október 2015 að Tjarnargata 12, kl. 08:15.
Mættir: Halldór Rósmundur Guðjónsson formaður, Hildur Gunnarsdóttir aðalmaður, Ólafur Grétar Gunnarsson aðalmaður, Sigurrós Antonsdóttir aðalmaður, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir varamaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi sem einnig ritaði fundargerð.
1. 3 trúnaðarmál á dagskrá
2. Framkvæmdaráætlun barnaverndar 2015-2018 (2015100327)
Framkvæmdaráætlun barnaverndar 2015-2018
Framkvæmdaráætlun barnaverndar fyrir árin 2015 til 2018 lögð fyrir nefndina og rædd. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður, gerði frekari grein fyrir hópaverkefni fyrir unga drengi, sem unnið er í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum.
3. Önnur mál (2015100397)
Önnur mál
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar benti á að eitt af hlutverkum barnaverndarnefndar er að kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og því er óskað eftir upplýsingum um hvernig sálfræðiþjónustu er háttað hjá Fræðslusviði Reykjanesbæjar, hve löng bið er eftir þjónustu og hve mörg börn eru á biðlista.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember nk.
Fundargerðin var lögð fram án umræðu.