233. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28.11.2016 kl. 08:15.
Viðstaddir: Halldór R. Guðjónsson formaður, Hildur Gunnarsdóttir, Hólmfríður Karlsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Laufey Bjarnadóttir ráðgjafi, Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi og Jóhanna María Ævarsdóttir félagsráðgjafi, sem einnig ritaði fundargerð.
1. Einn trúnaðarmál á dagskrá
2. Ofbeldi gegn börnum – Leiðbeinandi reglur fyrir skóla
Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi kynnti fyrir nefndinni tillögur fræðsluráðs um að reglur verði unnar í sameiningu með tengiliðum skólaþjónustu, barnavernd og skólastjórnendum leik- og grunnskóla.
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar fagnar þessu átaki og styður það.
3. Forvarnarverkefni
Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi kynnti fyrir nefndinni samstarfsverkefni starfsmanna barnaverndar og forvarnarfulltrúa lögreglunnar á Suðurnesjum er varðar unglinga sem sýna af sér áhættuhegðun.
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar fagnar þessu samstarfsverkefni og leggur til að notað verði orðið áhyggjusamtal.
4. Samstarf barnaverndar og mæðraverndar/ungbarnaverndar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Jóhanna María Ævarsdóttir félagsráðgjafi kynnti fyrir nefndinni teymisvinnu barnaverndar og mæðraverndar/ungbarnaverndar.
Nefndin þakkar kynninguna og telur þetta samstarf mikilvægt.
5. Trappan – Viðtalsmeðferð fyrir börn sem hafa upplifað heimilisofbeldi
Laufey Bjarnadóttir ráðgjafi kynnti fyrir nefndinni Tröppuna. Farið var yfir samtalsmeðferðina, sem er í höndum barnaverndar og árangur sem náðst hefur.
Nefndin þakkar kynninguna og telur Tröppuviðtöl mikilvæga viðbót við aðra þjónustu.
6. Mæling á álagi barnaverndarstarfsmanna
Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi kynnti nefndinni niðurstöður mælingar barnaverndarstofu á álagi starfsmanna barnaverndar.
Nefndin leggur til að álag verði áfram mælt á 4 vikna fresti í fjóra mánuði.
7. Sálfræðiþjónusta fyrir börn
Nefndin leggur til að starfsmenn barnaverndar meti stöðuna varðandi sálfræðiþjónustu fyrir börn á þriggja mánaða fresti. Til að fylgjast með biðlistum, hvað gangi vel og hvað megi betur fara.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.