245. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. janúar 2018 kl. 08:15
Viðstaddir: Halldór R. Guðjónsson, Hildur Gunnarsdóttir, Hólmfríður Karlsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi, sem einnig ritaði fundargerð.
1. 7 trúnaðarmál á dagskrá
2. Álagsmæling málastjóra í barnavernd Reykjanesbæjar
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar lagði fram skjal um álagsmælingu málastjóra barnaverndar Reykjanesbæjar. Á árinu 2017 hefur verið framkvæmd álagsmæling hjá málastjórum í barnavernd á þriggja mánaða fresti með því að nota mælitæki frá Barnaverndarstofu. Álagsmælingin gefur góða yfirsýn yfir málastöðu og einnig er hægt að nota hana til að jafna verkefnastöðu milli starfsmanna. Starfsmenn mældust langoftast yfir þeim viðmiðunarmörkum. Í álagsmælingu er verið að skoða þyngd, fjölda og stöðu mála. Fram kom hjá Maríu að málin væru sífellt flóknari og tímafrekari.
Reykjanesbær vill tryggja góða og faglega þjónustu við sína bæjarbúa í barnaverndarmálum og þar af leiðandi lýsir nefndin yfir áhyggjum af auknu álagi á starfsmenn þar sem ljóst er að íbúum bæjarins hefur fjölgað um tæp 9% á síðasta ári og málum fjölgað samhliða því. Nefndin telur mikilvægt að auka um eitt stöðugildi hjá barnavernd Reykjanesbæjar með hliðsjón af auknu álagi á starfsmenn líkt og áður hefur komið fram og álagsmælingar benda til.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2018.