249. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. maí 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Halldór R. Guðjónsson, Hólmfríður Karlsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson, Hildur Gunnarsdóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi, sem einnig ritaði fundargerð.
1. 1 trúnaðarmál á dagskrá
2. Erindi Ólafs Grétars Gunnarssonar - Níu þúsund tilkynningum og sextán árum síðar.
Ólafur Grétar Gunnarsson nefndarmaður kynnti fyrir barnaverndarnefnd erindi sitt, Níu þúsund tilkynningum og sextán árum síðar.
Bókað: Nefndin þakkar fyrir fróðlegt og gott erindi Ólafs og þakkar Ólafi kærlega fyrir 16 ára setu í barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Á þessum árum hefur Ólafur tekið þátt í að innleiða ýmis úrræði sem snúa að börnum og velferð þeirra. Nefndin þakkar Ólafi fyrir fróðlegar og góðar ábendingar er snúa að snemmtækri íhlutun í málefnum barna frá meðgöngu til tveggja ára aldurs, 1001 dagur. Með því að bregðast við á þessu tímabili má fyrirbyggja að álag og að ágreiningur valdi hnekki í parasambandi og foreldrahlutverki. Lagt er til að bæjarstjórn skoði það að leggja til fjármagn sem nemur einu dýru barnaverndarmáli á ári þar sem fjölmörg börn og ungmenni hafa ekki fengið þann grunn sem nauðsynlegur er, en það hefur mikinn kostnað og neikvæð áhrif í för með sér.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2018.