254. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. desember 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Halldór R. Guðjónsson, Sigurrós Antonsdóttir, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Díana Hilmarsdóttir, María Gunnarsdóttir forstöðumaður og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Vinnufundur
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar kynnti stöðu framkvæmdaáætlunar barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar 2015 - 2018. Á fundinum voru ræddar hugmyndir að framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar 2019 - 2022. Nefndin leggur áherslu á að búið verði til teymi á vegum velferðarsviðs og fræðslusviðs til að vinna að nýrri framkvæmdaáætlun. Sérstaklega verði skoðuð snemmtæk íhlutun, heildstæðar lausnir, fjölgun úrræða og samstarf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.