269. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur 27. apríl 2020, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Elín Guðmundsdóttir sálfræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. 1 trúnaðarmál á dagskrá.
2. Ársskýrsla velferðarsviðs 2019 (2020040070)
Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2019 lögð fram.
Barnaverndarnefnd þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinargóða skýrslu.
3. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, lagði fram mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar fyrir janúar til mars 2020.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í janúar 2020 bárust 46 tilkynningar vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 14.
Í febrúar 2020 bárust 39 tilkynningar vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 16.
Í mars 2020 bárust 68 tilkynningar vegna 54 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 31.
Frá janúar til mars 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, skóla, ættingjum og heilbrigðisstofnunum.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneysla foreldra. Í janúar 2020 bárust 8 slíkar tilkynningar, í febrúar 2020 voru þær 13 og mars 2020 voru þær 25.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi. Í janúar bárust 7 tilkynningar, í febrúar voru þær 2 og í mars voru þær 11.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. maí 2020.