271. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. júní 2020 kl. 07:30
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Elín Guðmundsdóttir sálfræðingur og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. 3 trúnaðarmál á dagskrá.
2. Starfsumhverfi á velferðarsviði - niðurstöður og tillögur (2020021011)
Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr úttekt á starfsumhverfi á velferðarsviði sem unnin var af Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu, ásamt tillögum sem miða að því að bæta starfsumhverfið.
3. Álagsmæling (2020010299)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, fór yfir niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í júní 2020.
Starfsmenn mældust töluvert yfir þeim viðmiðunarmörkum sem Barnaverndarstofa gefur út.
4. Framkvæmdaáætlun barnaverndar (2019050953)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, lagði fram framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018 – 2022.
Barnaverndarnefnd samþykkir framkvæmdaáætlunina.
5. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í maí 2020 bárust 63 tilkynningar vegna 60 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 25 mál en á sama tíma árið 2019 voru tilkynningarnar 56 vegna 52 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 23.
Í maí 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, grunnskólum og heilbrigðisstofnunum.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi, frá janúar til maí bárust 45 tilkynningar en á sama tíma 2019 voru þær 19. Á sama tíma hefur orðið fækkun á tilkynningum um líkamlegt ofbeldi á börnum úr 29 tilkynningum í 16.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 25. júní 2020.