274. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 26. október 2020 kl. 08:15
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Elín Guðmundsdóttir sálfræðingur, Þórður Óldal Sigurjónsson ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. 2 trúnaðarmál á dagskrá.
2. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar
3. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í september 2020 bárust 56 tilkynningar vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 25 mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 45 vegna 44 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 11.
Í september 2020 bárust flestar tilkynningar frá skóla, lögreglu og foreldrum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember 2020.