276. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 21. desember 2020, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Sandra Jónsdóttir félagsráðgjafi, Katrín Pétursdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. 2 trúnaðarmál á dagskrá.
2. Álagsmæling (2020010299)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, fór yfir niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í desember 2020.
3. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
4. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2020040310)
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í nóvember 2020 bárust 46 tilkynningar vegna 36 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 18 mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 50 vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 23. Í lok nóvember 2020 var heildarfjöldi barnaverndarmála 397 en 361 mál á sama tíma í fyrra.
Í nóvember 2020 bárust langflestar tilkynningar frá lögreglu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2021.