279. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 22. mars 2021 kl. 08:15
Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, María Gunnarsdóttir forstöðumaður, Dagný Alma Jónasdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. 1 trúnaðarmál á dagskrá.
2. Ársskýrsla velferðarsviðs 2020 (2021020295)
Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2020 lögð fram.
Fylgigögn:
Ársskýrsla velferðarsviðs 2020
Barnaverndarnefnd lýsir ánægju með skýrsluna sem sýnir að gott starf er unnið innan velferðarsviðs.
3. Álagsmæling (2020120412)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, fór yfir niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í mars 2021. Álag á starfsmönnum mælist áfram langt yfir viðmiðunarmörkum.
4. Mælaborð barnaverndar og tölulegar upplýsingar (2021030323)
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar
Í janúar 2021 bárust 58 tilkynningar vegna 49 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 22. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 14.
Í febrúar 2021 bárust 53 tilkynningar vegna 44 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 21. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 39 vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 17.
Í janúar og febrúar 2021 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum og skóla.
Á árinu 2021 voru helstu ástæður tilkynninga grunur um vanrækslu - umsjón og eftirlit -neysla foreldra, tilfinningalegt ofbeldi - heimilisofbeldi og áhættuhegðun barns – neysla og barn beitir ofbeldi.
Heildarfjöldi barnaverndarmála í lok febrúar 2021 var 244 mál sem er töluverð aukning frá árinu 2020 en þá var fjöldinn 187 mál. Heildarfjöldi nýrra mála á árinu 2021 er 46 og fjöldi lokaðra mála á sama tíma er 31 auk eins máls sem flutt var til annarrar barnaverndarnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.