121. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 18.maí 2018 kl. 11:30.
Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Alexander Ragnarsson, Rúnar V. Arnarson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins undir máli númer eitt: Ingvi Hákonarson, Einar Haraldsson, Friðrik Ragnarsson og Ólafur Eyjólfsson.
1. Erindi Körfuknattleiksdeilda KKD og UMFN (2018050090)
Erindinu var frestað á 120. fundi ÍT ráðs og Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða forsvarsmenn körfuknattleiksdeilda KKD og UMFN ásamt formönnum aðalstjórna UMFN og Keflavíkur ungmennafélags til fundar við ráðið eins skjótt og auðið er.
Formenn deildanna fylgdu erindinu sínu úr hlaði en rekstrarvandi þeirra er nokkur. Að auki kom fram í máli þeirra að mikilvægt sé að ráða starfsmann til að hjálpa til við rekstur félaganna.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkir að leggja til við bæjarráð að aðalstjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur verði veittur styrkur að upphæð kr. 6.000.000.- hvoru félagi og verði styrknum úthlutað til meistaraflokka körfuknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar, kr. 3.000.000.- til hvorrar deildar.
2. Umsókn Garðasels í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2018010081)
Umsókn Garðasels í forvarnarsjóð. Á Garðaseli er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun í hreyfingu leikskólabarna. Þess vegna er notast við aðferðina leikur að læra og erum við formlega orðin LAL-skóli. Við vinnum í samstarfi við höfund aðferðarinnar og greiðum árgjald upp á 150.000 kr. Við sækjum þ.a.l. um 300.000 kr. fyrir árin 2018 og 2019.
ÍT ráð óskaði eftir frekari gögnum um umsókn Garðasels í forvarnarsjóð. Gögnin lögð fram.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr. en leggur til að árgjaldið verði eftirleiðis sett í fjárhagsáætlun Garðasels.
3. Umsókn Myllubakkaskóla í tómstundasjóð (201720270)
Skólastjóri Myllubakkaskóla sækir um í tómstundasjóð vegna verkefnisins Tómstundaklúbbur Myllunnar. Tómstundaklúbburinn er einn liður í að auka sjálfstraust og vellíðan nemenda skólans. Markmiðið er að hafa í boði ólíka afþreyingu eftir kennslu nemendum að kostnaðarlausu. Margir nemendur Myllubakkaskóla stunda ekki tómstundir eftir að skóla lýkur og er þetta verkefni ætlað að koma til móts við þá en auðvitað eru allir velkomnir í klúbbinn.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. en leggur til að kostnaður vegna Tómstundaklúbbsins verði eftirleiðis settur í fjárhagsáætlun Myllubakkaskóla.
Önnur mál
ÍT ráð óskar sundráði ÍRB til hamingju með glæsilegt Landsbankamót sem fór fram um síðastliðna helgi.
ÍT ráð óskar körfuknattleiksdeild UMFN til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki karla.
ÍT ráð minnir á vefinn sumar.rnb.is en þar er að finna úrval íþrótta- og tómstundatilboða fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ.
Lovísa Hafsteinsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs þakkar ráðinu, Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa og Helga Arnarsyni sviðsstjóra Fræðslusviðs fyrir ánægjulega samveru og frábært samstarf á kjörtímabilinu og óskar öllum velfarnaðar í framtíðinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2018.