136. fundur

10.12.2019 15:00

136. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. desember 2019 kl. 15:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. ´

Jón Haukur Hafsteinsson vék af fundi undir máli númer sex.

DAGSKRÁ

1. Vinnureglur íþrótta- og afrekssjóðs Reykjanesbæjar (2019120004)

Vinnureglur fyrir íþrótta- og afrekssjóð Reykjanesbæjar yfirfarnar og samþykktar. Helstu breytingar eru þær að upphæð fyrir hverja ferð sem farin er til útlanda á vegum landsliðs hækkar úr 20.000 kr. í 40.000 kr.

Fylgigögn:

Vinnureglur Íþrótta- og afrekssjóðs ÍT

2. Samstarfssamningur við Keflavík, íþrótta og ungmennafélag (2019110206)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

3. Samstarfssamningur við UMFN (2019110207)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

4. Vertu memm (2019050296)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá verkefninu Vertu Memm sem hefur staðið yfir undanfarið ár sem miðar að því að fjölga erlendum börnum í íþrótta- og tómstundastarfi. Verkefnið er farið að skila árangri m.a. í aukinni nýtingu erlendra íbúa á hvatagreiðslum.

Í janúar munu grunnskólar verða heimsóttir en þá munu íþróttir og tómstundir verða kynntar og Maciek Baginski og Filoretta Osmani munu segja frá hvað íþróttir hafi gert fyrir þau. Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og UMFN munu verða með frítt í íþróttir fyrir krakka til að prufa í einn mánuð.

5. Hvatagreiðslur 2019 (2019050290)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir nýtingu á hvatagreiðslum í Reykjanesbæ. Alls hafa 1.616 börn nýtt sér þær. Heldur fleiri stúlkur eða 53% á móti 47% drengja. Töluverð aukning hefur orðið á nýtingu erlendra barna á hvatagreiðslunum en 9,79% nýttu sér þær árið 2017 samanborið við 22% árið 2019. Hvatagreiðslur munu hækka úr 28.000 í 35.000 kr. í janúar 2020.

Fylgigögn:

Hvatagreiðslur og þátttaka í íþróttum og tómstundum

6. Umsókn í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2019050291)

Umsókn Háaleitisskóla í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar fyrir fyrirlestur um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna fyrir nemendur í 8. – 10. bekk skólans.

Samþykkt 75.000 kr.

Fylgigögn:

Umsókn um styrk úr forvarnarsjóði - Háaleitisskóli

Önnur mál:

Íþrótta- og tómstundaráð sendir hugheilar jólakveðjur með kærum þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlakkar til komandi árs. Minnum á val á íþróttakonu og íþróttakarli Reykjanesbæjar kl. 13:00 í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Á sama tíma verða iðkendur sem urðu Íslandsmeistarar á árinu heiðraðir.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2019.