20. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 24. júní 2021, kl. 14:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Breytingar á velferðarsviði (2021020808)
Guðmundur Gunnarsson breytingarstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og kynnti breytingar á velferðarsviði. Lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna.
2. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)
Óskað er umsagnar nefnda og ráða um Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030.
Lýðheilsuráð fagnar faglegri og vel skrifaðri menntastefnu. Mikilvægt er að fylgja stefnu áherslum með aðgerðaráætlun og mikilvægt sé að kynna stefnuna vel fyrir íbúum bæjarins.
3. Lýðheilsuvísar 2021 (2021040032)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur fór yfir niðurstöður lýðheilsuvísa 2021. Lögð var fram tillaga frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur er snýr að vinnslu á aðgerðaráætlun í takt við fram komna lýðheilsuvísa. Lýðheilsuráð tekur undir tillöguna og felur lýðheilsufulltrúa verkefnið.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða lýðheilsuvísa Suðurnesja
4. Kynning á verkefnum á vegum Keilis (2021060429)
Arnar Hafsteinsson frá Keili mætti á fundinn og fór yfir samstarf Keilis og Reykjanesbæjar er nefnist - Komdu út að æfa. Verkefnið snýst um að virkja íbúa til þess að nýta útiæfingatæki bæjarfélagsins og verður sérstök áhersla lögð á að vinna gegn vöðvarýrnum eldra fólks.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna. Lýðheilsufulltrúa falið að vinna málið frekar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 1. júlí 2021.