5. fundur

19.02.2020 00:00

5. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. febrúar 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Baldur Rafn Sigurðsson, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjunum (2019110318)

Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufulltrúi, gerði grein fyrir fyrstu fundum hópsins og næstu skrefum í samstarfinu.

2. Starfsáætlun velferðarsviðs (2019120103)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir starfsáætlun sviðsins.

Lýðheilsuráð fagnar því að lýðheilsa hafi fest sig í sessi og sé nú hluti af starfsáætlun sviðsins með skilgreindum verkefnum.

3. Stýrihópur Lýðheilsustefnu (2019100079)

Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufulltrúi, óskaði eftir tillögum um fulltrúa í stýrihóp.

Lýðheilsuráð mun gegna hlutverki stýrihóps. Ráðið leggur til að byggt verði á ráðleggingum embættis landlæknis um samsetningu samráðshóps auk þess sem auglýst verði eftir þátttakendum í samráðshópi. Lýðheilsuráð stefnir á að leggja lýðheilsustefnu fyrir bæjarstjórn í júní.

4. Stefnumótun í lýðheilsumálum (2019100079)

Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufulltrúi, fór yfir hugmyndavinnu varðandi kynningarmyndband um lýðheilsu.

5. Göngu- og hjólastígar í Reykjanesbæ (2020021338)

Anna Sigríður Jóhannesdóttir lagði fram tillögu um að gerð verði úttekt á göngu- og hjólastígum í Reykjanesbæ.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn. Hann fór yfir þróun og stöðu mála varðandi göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu og kynnti hugmyndir um framhaldið.

Lýðheilsuráð tekur undir tillöguna og leggur til að myndaður verði starfshópur í samstarfi við umhverfissvið um mótun stefnu varðandi göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu. Einnig leggur ráðið til að kannaður verði grundvöllur fyrir samstarfi við sveitarfélög á Suðurnesjum um samtengda lýðheilsustíga. Reykjanesbær þarf að efla virka hreyfingu íbúa í takt við niðurstöður lýðheilsuvísa.

Lýðheilsufulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Tillaga vegna göngu- og hjólastíga í Reykjanesbæ


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020.