62. fundur

24.02.2025 10:00

62. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn í Hljómahöll þann 24. febrúar 2025, kl. 10:00

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Eva Stefánsdóttir boðaði forföll. Díana Hilmarsdóttir sat fundinn í hennar stað.

1. Hljómahöll - styrkir til viðburðahalds (2023120295)

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar fór yfir hvernig hefur gengið með verkefnið „Styrki til viðburðahalds“ en til stendur að auglýsa eftir umsóknum fyrir árið 2025 á næstu vikum.

2. Menningarsjóður 2025 – úthlutanir (2025010356)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi fór yfir umsóknir sem bárust í menningarsjóð.

Alls bárust 20 umsóknir um verkefnastyrki upp á ríflega 16 milljónir króna og 10 menningarhópar sóttu um að fá þjónustusamning við sveitarfélagið. Heildarupphæð menningarsjóðs til úthlutunar eru 5.650.000 krónur. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Ráðið tók ákvörðun um 13 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni að upphæð 3.450.000 krónur og 2.050.000 krónum verður veitt í þjónustusamninga við 10 starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

3. Uppfærsla á hönnunarstaðli Reykjanesbæjar (2024020301)

Reykjanesbær hefur unnið með auglýsingastofunni Hvíta húsinu að uppfærslu á markaðsefni og hönnunarstaðli sveitarfélagsins. Lögð fyrir lokadrög til samþykktar.

Menningar- og þjónusturáð samþykkir uppfærðan hönnunarstaðal Reykjanesbæjar 5-0.

Fylgigögn:

Hönnunarstaðall Reykjanesbæjar

4. Gamla búð – nýtingarmöguleikar (2025020331)

Til stendur að flytja starfsemi menningar- og þjónustusviðs sem verið hefur í Gömlu búð í ráðhúsið. Umræður fóru fram á fundinum um hvernig starfsemi sé heppilegust fyrir staðsetningu og eðli hússins þannig að það fái að njóta sín sem best.

Menningar- og þjónusturáð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna málið áfram. Til framtíðar verði horft til þess að húsið verði nýtt í menningartengda starfsemi.

5. Aðventugarður 2024 (2024100343)

Skýrsla lögð fram til kynningar.

Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir greinagóða skýrslu og fagnar því að Aðventugarðurinn hafi náð að festa sig í sessi.

6. Starfsáætlanir 2025 (2025010427)

Starfsáætlanir menningar- og þjónustusviðs lagðar fram til kynningar.


Menningar- og þjónusturáð óskar Danskompaní og Ungleikhúsinu til hamingju með frábæran árangur í undankeppni Dance World Cup sem fram fór síðastliðna helgi.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.