100. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 20. ágúst 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00
Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir, formaður, Baldur Guðmundsson, aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir, aðalmaður, Dagný Steinsdóttir, aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson, aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, Guðlaug María Lewis, fundarritari, gestir fundarins Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
1. Erindi Félags myndlistarmanna v/efri hæð Svarta pakkhús (2015080252)
Félagið óskar eftir aðkomu Reykjanesbæjar við að koma efri hæð Svarta pakkhúss í nothæft ástand
Ljóst er að mikill missir er að aðstöðu félagsins í Listasmiðjunni á Ásbrú og leggur ráðið til að tillögur Félags myndlistarmanna um ýmsar lagfæringar á efri hæð Svarta pakkhússins verði hafðar í huga við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
2. Ljósanótt (2015010095)
Dagskráin kynnt o.fl.
Undirbúningur Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar stendur nú sem hæst og er framkvæmd hátíðarinnar í höndum ljósanefndar sem er skipuð starfsmönnum Reykjanesbæjar frá öllum sviðum undir stjórn menningarfulltrúa. Farið var yfir helstu dagskráratriði og ráðið lýsir ánægju með metnaðarfulla dagskrá og sérstaklega fjölda nýrra og skemmtilegra viðburða sem íbúar sjálfir eru að koma með og kynna. Ráðið hvetur íbúa og gesti til að skoða vefinn ljosanott.is þar sem viðburðum fjölgar með degi hverjum. Ljósanótt verður svo metin í heild sinni á næstu vikum í undirbúningi að fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Kynning á framtíðarsýn og undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2015 (2015080253)
Framtíðarsýn menningarmála kynnt
Framtíðarsýn sem starfsmenn á stjórnsýslusviði hafa unnið í menningarmálum var lögð fram til kynningar. Ráðið mun hafa hana til hliðsjónar við gerð næstu fjárhagsætlunar.
4. Útsvar - spurningakeppni sveitarfélaganna (2015010095)
Velja þarf lið fyrir næstu keppni
Ráðið leggur til að Reykjanesbær taki þátt í Útsvari eins og áður og felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir viljugum þátttakendum í liðið.
Önnur mál
5. Önnur mál (2015010095)
a) Stjörnuspor
Ráðið leggur til að ekki verði farið í Stjörnuspor í ár.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september nk.
Fundargerðin samþykkt 11-0. Baldur Guðmundsson tók til máls við afgreiðslu bæjarstjórnar.