102. fundur

16.10.2015 10:12

102. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 15. október 2015 að Tjarnargötu 12 kl. 14:00.

 
Mættir: Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Guðlaug María Lewis fundarritari, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
 
1. Fjárhagsáætlun 2016 (2015090128)
 
Óskir um fjárframlag til menningarmála árið 2016 hafa verið lagðar inn og nú er beðið eftir fjárhagsrammanum.  Ráðið ítrekar að þrátt fyrir erfiða tíma er nauðsynlegt að hyggja að menningu og listum í mannlegu samfélagi.
 
2. 50 ára afmæli Stapans (2015010095)
Afmælisdagskrá kynnt
 
Félagsheimilið Stapi var vígt 23. október árið 1965 og af því tilefni verður haldið afmælisboð í Stapa sunnudaginn 25. október. Öllum bæjarbúum er boðið og bæjarstjóri og formaður UMFN munu ávarpa gesti. Boðið verður upp á kaffiveitingar og lifandi tónlist.  Einnig verða í tilefni afmælisins haldnir tónleikar með Gunnari Þórðarsyni á föstudagskvöldinu í Stapa. Ráðið lýsir ánægju sinni með að þessara tímamóta skuli vera minnst.  
 
3. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2015 (2015100212)
Farið yfir tilnefningar
 
Farið var yfir tilnefningar til menningarverðlauna ársins.  Ráðið tók ákvörðun um hver skuli hljóta Súluna og verða nöfn þeirra sem tilnefndir voru gerð opinber föstudaginn 13. nóvember þegar verðlaunin verða afhent í hófi í Duushúsum.
 
4. Erindi Láru G. Sigurðardóttur og Sigríðar Sigurðardóttur (2015100213)
Leitað eftir styrk frá Reykjanesbæ v/verkefnisins Útipúkar
 
Stöllurnar leita eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna endurútgáfu bókar og vefs þar sem fjölskyldum eru kynntar hugmyndir að ýmis konar afþreyingu með það markmið í huga að auka samveru og hreyfingu. Ráðið tekur vel í erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunar um leið og menningarfulltrúa er falið að koma upplýsingum um ákjósanlega staði og hugmyndir í Reykjanesbæ á framfæri. 
 
5. List án landamæra 2015 (2015090235)
Skýrsla kynnt
 
Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið til þess að verkefninu verði haldið áfram næsta ár.
 
6. Barnahátíð 2015 (2015100215)
Samantekt kynnt
 
Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið til þess að verkefninu verði haldið áfram næsta ár.
 
7. Listaskólinn 2015 (2015100216)
Skýrsla Listaskólans kynnt
 
Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið til þess að verkefninu verði haldið áfram næsta ár.
 
8. Menningardagskrá um jól og áramót (2015010095)
Farið yfir komandi dagskrá
 
Ráðið ræddi ýmsar hugmyndir að jóladagskrá í Reykjanesbæ og hvetur til þess að í dagskránni verði virkni barnanna sjálfra höfð sem mest að leiðarljósi.  Eftirfarandi dagsetningar fastra viðburða eru ákveðnar: 
Bókakonfekt Bókasafnsins, upplestur á jólabókum: 26. nóv. kl. 19.30 - 21.00
Tendrun á vinabæjar jólatré 28. nóv. kl. 17.00 – 18.00.
Þrettándaskemmtunin 6. janúar kl. 18.00 - 19.00.
 
Önnur mál
9. Nýtt dagskrármál (2015010095)
 
a) Ráðið hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að sækja stórtónleika Kötlumótsins sem er  landsmót sunnlenskra karlakóra haldið í Reykjanesbæ.  
b) Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar nýja sýningu í Bíósal Duushúsa laugardaginn 31. október n.k. kl. 14.00  í samstarfi við Hestamannafélagið Mána sem á  50 ára afmæli í ár.
c) Listasafn Reykjanesbæjar opnar nýja sýningu í Listasal Duushúsa föstudaginn 13. nóvember kl. 18.00 og er það sýningin Kvennaveldið, konur og kynvitund. Við sama tækifæri verða opnaðar tvær aðrar sýningar tengdar konum og eru þetta síðustu verkefni safnsins sem tengjast 100 ára kosningaafmæli kvenna árið 2015. Hinar sýningarnar eru Töskur frá Handverki og hönnun sem sett verður upp í Gryfjunni í Duushúsum og Kvenréttindabaráttan í hundrað ár, farandsýning frá Kvenréttindafélagi Íslands sem verður sett upp í Stofunni í Duushúsum.
d) Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, verður afhent í Duushúsum föstudaginn 13. nóvember kl. 18.00.  Við sama tækifæri verður fulltrúum fyrirtækja og félagasamtaka sem styrkja Ljósanótt þakkað.
e) Ráðið vekur athygli á fjölbreyttri dagskrá Hljómahallar til áramóta. 
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
 
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október nk.
 
Fundargerð samþykkt 11-0. Baldur Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.