103. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.
Mættir: Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Bjarki M Viðarsson varamaður, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis fundarritari. Gestir fundarins voru Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns og Tómas Viktor Young framkvæmdastjóri Hljómahallar.
1. Fjárhagsáætlun 2016 (2015090128)
Sviðsstjóri kynnir fjárhagsramma fyrir árið 2016
Ásbjörn Jónsson kynnti fjárhagsramma safna og menningarmála fyrir árið 2016. Ljóst er að nauðsynlegt verður að gæta aðhalds í hvívetna en þó eru tækifæri til flestra hefðbundinna verkefna.
2. Starfsáætlanir menningarstarfsemi fyrir árið 2016 (2015110149)
Yfirmenn stofnana kynna starfsáætlanir
a) Bókasafn
Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafnsins kynnti áætlunina. Ráðið samþykkir áætlunina.
b) Byggðasafn
Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti áætlunina. Ráðið samþykkir áætlunina.
c) Hljómahöll
Tómas Viktor Young framkvæmdastjóri Hljómahallar kynnti áætlunina. Ráðið samþykkir áætlunina.
d) Listasafn
Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður Listasafnsins kynnti áætlunina. Ráðið samþykkir áætlunina.
e) Menningarmál
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi kynnti áætlunina. Ráðið samþykkir áætlunina.
3. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2015 (2015100212)
Ákvörðun tekin um Súluhafann
Rannveig Lilja Garðarsdóttir hlýtur Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2015. Aðrir sem tilnefndir voru eru: Arnór Vilbergsson, Brynjar Leifsson, Guðmundur Haukur Þórðarson, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, Valdimar Guðmundsson, Gunnheiður Kjartansdóttir, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir.
4. Tendrun á vinabæjarjólatré 2015 (2015110150)
Dagskrá kynnt og þakkir færðar bæjarstjórn Kristiansand
Ljósin á jólatrénu frá vinabænum Kristiansand verða kveikt laugardaginn 28. nóvember kl. 17.00 á hefðbundnum stað, Tjarnargötutorgi. Ráðið þakkar bæjarstjórn Kristiansand gjöfina.
Önnur mál
5. Nýtt dagskrármál (2015010095)
a) Ráðið óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með frumsýninguna á leikritinu Rauðhetta og hvetur bæjarbúa til að sjá sýninguna.
b) Ráðið óskar Byggðasafni Reykjanesbæjar og Hestamannafélaginu Mána til hamingju með nýopnaða sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa og hvetur bæjarbúa til að sjá sýninguna.
c) Ráðið óskar Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með sýninguna Kvennaveldið: Konur og kynvitund sem opnar í Listasal Duus Safnahúsa þann 13. nóvember og hvetur bæjarbúa til að sjá þá sýningu og tvær aðrar sem nú er verið að setja upp í Duus Safnahúsum á vegum safnsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember nk.
Fundargerð samþykkt 11-0. Baldur Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.