109. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 11. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.
Mættir: Dagný Steinsdóttir aðalmaður; Davíð Örn Óskarsson aðalmaður; Hanna Björg Konráðsdóttir varamaður; Bjarki Már Viðarsson varamaður; Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi; Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Guðlaug María Lewis ritaði fundargerð.
1. Styrkveitingar Safnasjóðs 2016 til Byggðasafns Reykjanesbæjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar telst viðurkennt safn af Safnaráði Íslands og hlaut fullan rekstrarstyrk sem er nú kr. 800.000. Að auki hlaut safnið kr. 1.300.000 í verkefnastyrki.
2. Styrkveitingar Safnasjóðs 2016 til Listasafns Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar telst viðurkennt safn af Safnaráði Íslands og hlaut fullan rekstrarstyrk sem er nú kr. 800.000. Að auki hlaut safnið kr. 800.000 í verkefnastyrk.
3. Sjómannadagshelgin í Reykjanesbæ
Á laugardeginum kl. 14.00 verða opnaðar sumarsýningar safnanna í Duus Safnahúsum og allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Á sunnudeginum hefur sjómannamessa verið haldin árum saman í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við prestana í Keflavík og Njarðvík til skiptis og nú verður það Njarðvíkursóknin sem sér um messuna kl. 11.00.
4. 17. júní í Reykjanesbæ
Ráðið samþykkti drög að dagskrá 17.júní hátíðarhaldanna. Ákveðið var að hafa sama lag á skemmtuninni í skrúðgarðinum og í fyrra þ.e. að eftir hefðbundna hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík tæki við fjölbreytt fjölskylduskemmtun þar sem lögð yrði áhersla á virkni og fjör og um kvöldið verður unglingaskemmtun í 88 húsinu. Hvetur ráðið félagasamtök í bænum til þátttöku í framkvæmdinni.
Nöfn fánahyllis, fjallkonu og ræðumanns verður gefið upp síðar eins og vani er.
5. Ljósanótt 2016
Ráðið leggur til að umsjón og framkvæmd Ljósanætur verði á svipuðum nótum og í fyrra um leið og nýjar hugmyndir frá íbúafundi í vetur verði hafðar í huga. Ljóst er að hátíðin færist sífellt meira í þá átt að verða svokölluð „þátttökuhátíð“ og skipar framlag bæjarbúa sífellt stærra hlutverk. Ráðið lýsir ánægju sinni með þá þróun og hvetur fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að setja mark sitt á hátíðina, hver með sínum hætti. Sumir leggja til viðburði og vinnu á meðan aðrir leggja til fjármagn og saman gera bæjarbúar þetta að flottustu fjölskyldu- og menningarhátíð landsins.
Ráðið vekur athygli á að nokkrir viðburðir eru orðnir fastir og mega ekki missa sín:
Fimmtudagur:
Setning hátíðarinnar með öllum nemendum bæjarins við Myllubakkaskóla.
Sölutjöldin sett upp, og kvöldopnanir verslana.
Opnanir myndlistarsýninga í Duus Safnahúsum o.fl. stöðum.
Föstudagur:
Kjötsúpan og létt dagskrá á hátíðarsvæði.
Tónleikar á vegum íbúanna víða um bæinn, heimahús og veitingahús.
Laugardagur:
Árgangagangan
Útiskemmtun á Bakkalág
Stórtónleikar á útisviði á Bakkalág.
Sunnudagur:
Tónleikar og sýningar víða um bæinn.
6. Önnur mál
a) Ráðið þakkar umsjónaraðilum og þátttakendum í Barnahátíð gott framlag til menningarlífs bæjarbúa. Sérstakar þakkir fá nemendur og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla bæjarins.
b) Ráðið þakkar umsjónaraðilum og þátttakendum hátíðarinnar Listar án landamæra gott framlag til menningarlífs bæjarbúa.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2016.