120. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. október 2017 kl. 14:00.
Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Dagný Alda Steinsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi. Guðlaug María Lewis ritaði fundargerð.
Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar voru gestir fundarins.
1. Menningarverðlaun 2017 (2017100104)
Menningarráð fór yfir tilnefningar sem borist höfðu og tók ákvörðun um hver skuli hljóta skuli menningarverðlaunin í ár. Nafn verðlaunahafans verður tilkynnt við afhendingu verðlaunanna í sérstöku hófi sem haldið verður föstudaginn 10. nóvember n.k. kl. 18.00 í Duus Safnahúsum.
2. Framkvæmdaáætlun menningarhúsnæðis 2018 (2017100105)
Menningarfulltrúi Valgerður Guðmundsdóttir kynnti framkvæmdaráætlun menningarhúsa 2018. Fyrra blaðið var sent til Umhverfissviðs í maí og það síðara var svo unnið með formanni fyrir þennan fund.
3. Starfsáætlanir safna og menningar- og ferðamála lagðar fram (201710106)
Forstöðumenn stofnana kynntu starfsáætlanir fyrir árið 2018 sem að sjálfsögðu munu svo taka mið af því fjármagni sem ákveðið verður í fjárhagsrammanum.
Bókasafn: Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti áætlunina.
Byggðasafn: Valgerður Guðmundsdóttir kynnti áætlunina í fjarveru safnstjóra byggðasafns.
Listasafn: Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður kynnti áætlunina.
Hljómahöll, Rokksafn: Tómas Young framkvæmdastjóri kynnti áætlunina.
Menningar- og ferðamál: Menningarfulltrúi Valgerður Guðmundsdóttir kynnti áætlunina.
Ráðið samþykkti starfsáætlanirnar og lýsir ánægju með þann metnað og þá margþættu starfsemi sem fram fer undir stjórn menningarstofnana bæjarins.
4. Önnur mál (2017010176)
a) Skrifstofa menningarmála hefur nú verið flutt úr Ráðhúsinu í Gömlu búð.
b) Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni RUV eru að þessu sinni Grétar Þór Sigurðsson, Helga Sigrún Harðardóttir og Kristján Jóhannsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2017.