124. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. febrúar 2018 kl. 14:00.
Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Dagný Steinsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, Guðlaug María Lewis ritaði fundargerð.
1. Mælaborð ársins 2017 (2017020113)
Sviðsstjóri kynnti mælaborð ársins 2017.
2. Rekstrarsamningur vegna Svarta pakkhússins (2018010141)
Menningaráð mælir með að meðfylgjandi rekstrarsamningur við Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verðir samþykktur.
3. Umsóknir í Menningarsjóð Reykjanesbæjar (2018010143)
Lagðar voru fram þær umsóknir sem bárust í Menningarsjóð Reykjanesbæjar í ár. Alls bárust 14 umsóknir um þjónustusamning menningarhópa og 11 umsóknir um sérstök menningarverkefni. Ráðið mun nú kalla eftir skýrslum þeirra hópa sem áður hafa verið á samningi um leið og farið verður yfir allar umsóknir. Niðurstöður verða kynntar á fundi ráðsins í apríl.
4. Listamaður Reykjanesbæjar 2018 - 2022 (2018020063)
Menningarráð vekur athygli á að í lok hvers kjörtímabils er listamaður Reykjanesbæjar útnefndur af bæjarráði samkvæmt reglugerð. Auglýst verður eftir tillögum og hvetur menningarráð bæjarbúa til að senda inn rökstuddar tillögur á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is. Allar listgreinar og öll listform koma til greina.
5. Önnur mál febrúar 2018
a) Endurskoðun menningarstefnu. Menningarfulltrúi upplýsti stöðuna á vinnunni við endurskoðun menningarstefnu Reykjanesbæjar. Ráðið leggur til að haldinn verði íbúafundur í þjóðfundastíl miðvikudaginn 7. mars kl.17.00-19.00 í Duus Safnahúsum og felur menningarfulltrúa undirbúninginn.
b) Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í 10. sinn helgina 10. og 11. mars n.k. Ráðið hvetur forsvarsfólk safna og sýninga á svæðinu til að taka þátt í viðburðinum og bjóða gestum ókeypis aðgang.
c) Menningarfulltrúi færði meðlimum ráðsins menningarkort Reykjanesbæjar 2018.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2018.