126. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á Tjarnargötu 12 þann 12. apríl 2018 kl. 14:00.
Viðstaddir: Dagný Steinsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, Guðlaug María Lewis, ritaði fundargerð.
1. Erindi Sagna – félags samtaka um barnamenningu (2018040130)
Félagið Sögur - samtök um barnamenningu leitar til Reykjanesbæjar eftir styrk til að fjármagna Verðlaunahátíð barnanna sem haldin verður í Hörpunni 22. apríl n.k. Hátíðin er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í vetur. Ráðið mælir með að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000.
2. Nýtt útilistaverk í Reykjanesbæ (2018040131)
Ráðið mælir með að eftirmynd af Súlunni, menningarverðlaunum Reykjanesbæjar, eftir Elísabetu Ásberg verði sett upp í nágrenni Duus Safnahúsa í ár í tilefni afmælis þriggja menningarstofnana bæjarins, þ.e. safnanna þriggja; Bókasafns Reykjanesbæjar sem verður 60 ára, Byggðasafns Reykjanesbæjar sem verður 40 ára og Listasafns Reykjanesbæjar sem verður 15 ára. Ráðið mælir með að á stöpulinn verði síðan sett nöfn þeirra aðila sem hlotið hafa menningarverðlaun bæjarins frá upphafi.
3. Styrkúthlutanir úr menningarsjóði Reykjanesbæjar (2018010143)
Formaður ráðsins Guðbjörg Ingimundardóttir kynnti tillögur að úthlutun úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar. 6.000.000 voru til úthlutunar og fóru 3.400.000 í þjónustusamninga við menningarhópa og 2.150.000 í almenn menningarverkefni. Eftirfarandi skipting var samþykkt af ráðinu:
Þjónustusamningar
Bryn Ballett Akademían kr. 300.000
Danskompaní kr. 300.000
Eldey, kór eldri borgara kr. 200.000
Faxi kr. 150.000
Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum kr. 150.000
Karlakór Keflavíkur kr. 400.000
Kór Keflavíkurkirkju kr. 100.000
Kvennakór Suðurnesja kr. 400.000
Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000
Ljósop, félag áhugaljósmyndara kr. 100.000
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ kr. 300.000
Norræna félagið kr. 100.000
Sönghópur Suðurnesja kr. 200.000
Söngsveitin Víkingarnir kr. 200.000
Verkefnastyrkir
Ljósmyndabók, kynningarbók um feril Sossu kr. 300.000
Stórtónleikar í Stapa í tilefni 50 ára afmælis kr. 100.000
Gargandi gleði, leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga kr. 300.000
Með blik í auga kr. 400.000
Þátttaka í söngvakeppni Sjónvarpsins kr. 0
Sumarnámskeið í tónlist. Byrjendur í fiðluleik kr. 0
Ópera fyrir leikskólabörn kr. 200.000
Styrkur til greiðslu á húsaleigu v/íbúafundar kr. 0
Ljós og náttúra Reykjaness. Ljósmynda- og kvikmyndasýning kr. 200.000
Hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssonar, 75 ára kr. 400.000
Sögur – samtök um barnamenningu kr. 100.000
Söngvaskáld á Suðurnesjum kr. 150.000
Samtals: kr. 5.550.000
4. Önnur mál (20180101047)
a) Fornleifarannsókn á Keflavíkurtúni
Leyfi til fornleifarannsóknar á Keflavíkurtúni hefur fengist og mun rannsókn á vegum Fornleifafræðistofunnar hefjast á Keflavíkurtúni 8. maí n.k. Bjarni F. Einarsson stýrir rannsókninni. Ráðið lýsir ánægju sinni með framgang mála.
b) List án landamæra á sumardaginn fyrsta
Hátíðin Hljómlist án landamæra verður haldin í Stapa á sumardaginn fyrsta. Þar munu fatlaðir og ófatlaðir listamenn koma fram og skemmta áhorfendum. Reykjanesbær hefur stýrt þessu verkefni fyrir hönd Suðurnesja frá upphafi og er þetta í tíunda sinn sem hátíðin er haldin hér. Verkefnið hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og hvetur ráðið bæjarbúa til að mæta á tónleikana.
c) Listahátíð barna
Listahátíð barna verður sett fimmtudaginn 26.apríl n.k. Listasafn Reykjanesbæjar stýrir verkefninu sem hlotið hefur styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja en þátttakendur eru allir 6 grunnskólar bæjarfélagsins, allir 10 leikskólarnir, fjölbrautaskólinn, báðir dansskólarnir og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Í tengslum við hátíðina verður haldinn fjölskyldudagar laugardaginn 28. apríl og sunnudaginn 29. apríl þar sem ýmsar smiðjur, leiktæki og sýningar í og við Duus Safnahús verða í gangi og stórtónleikar í Stapa. Ráðið hvetur fjölskyldur til að mæta og njóta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2018.