128. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar þann 16. ágúst 2018 kl. 14:00.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir, Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Kosning varaformanns og ritara (2018080162)
Kristján Jóhannsson var kjörin varaformaður ráðsins.
Þóranna Kristín Jónsdóttir var kjörin ritari ráðsins.
2. Menningarmál, menningarstefna Reykjanesbæjar. Kynning á stöðunni (2018080163)
Menningarfulltrúi kynnti helstu menningarstofnanir og verkefni menningarráðs. Framundan er m.a. að ljúka endurskoðun menningarstefnu bæjarfélagsins en það verkefni hófst með íbúafundi 27.febrúar s.l.
3. Ljósanótt 2018. Kynning á framkvæmd og helstu viðburðum (2018050235)
Menningarfulltrúi sem jafnframt er framkvæmdastjóri Ljósanætur kynnti stöðuna. Undirbúningur er vel á veg kominn og dagskráin í ár verður síst viðaminni en áður. Ráðið hvetur alla þá sem eru með viðburði á sínum snærum að koma upplýsingum um viðburðina inn á vef Ljósanætur ljosanott.is sem fyrst. Flestir helstu viðburðir halda sér en einhverjar breytingar eru þó og má þar helst nefna að hátíðin verður sett miðvikudaginn 29.ágúst í skrúðgarðinum kl. 16.30 en síðan rekja viðburðirnir, nýir og gamlir, sig áfram dag frá degi til sunnudagsins 2.september. Ráðið hvetur einnig fyrirtæki til að taka jákvætt í og svara sem fyrst, styrkbeiðni Ljósanefndar, margt smátt gerir eitt stórt.
4. Verndarsvæði í byggð (2016090211)
Samþykkt var í bæjarstjórn 20.september 2017 að framkvæma mat samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Greinargerðin með tillögu um verndarsvæðið er tilbúin og leggur menningarráð til að samþykkt sé að auglýsa hana samkvæmt 2.gr. reglugerðar nr. 575 um verndarsvæði í byggð.
5. Erindi frá Duus handverki. Styrkumsókn vegna flutnings (2018080164)
Ráðið hafnar erindinu.
6. Önnur mál (2018010136)
a) Hamingjuóskir til Leikfélags Keflavíkur fyrir að eiga „Áhugaleiksýningu ársins“ að mati Þjóðleikhússins.
b) Ráðið þakkar öllum þeim sem stóðu að framkvæmd dagskrár á 17.júní.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.