130. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar þann 12. október 2018 kl. 08:30.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir, Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Jónsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.
1. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2018 (2018100093)
Ráðið ræddi tilnefningar og ákvað verðugan fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2018. Nafn verðlaunahafa verður tilkynnt við afhendingu verðlaunanna við formlega athöfn í Duus Safnahúsum 16.nóvember kl. 18.00.
2. Endurskoðun menningarstefnu - staðan (2018010147)
Menningarfulltrúi kynnti stöðu mála í núverandi menningarstefnu og ráðið ákvað að taka sér lengri tíma í áframhaldandi vinnu.
3. Starfsáætlanir 2019 (2018100094)
a) Menningarfulltrúi kynnti starfsáætlun menningarskrifstofu.
b) Bókasafn Reykjanesbæjar. Safnstjóri kynnti starfsáætlunina.
c) Byggðasafn Reykjanesbæjar. Safnstjóri kynnti starfsáætlunina.
d) Listasafn Reykjanesbæjar. Starfandi safnstjóri kynnti starfsáætlunina.
e) Hljómahöll. Framkvæmdastjóri Hljómahallar kynnti starfsáætlunina.
Ráðið samþykkti starfsáætlanirnar sem að sjálfsögðu munu svo taka mið af því fjármagni sem gefið verður í fjárhagsrammanum.
4. Framkvæmdaáætlun menningarmála (2018100107)
Ráðið ræddi framkvæmdaáætlun menningarmála sem lögð hefur verið fram og leggur áherslu á að þrátt fyrir aðhald í framkvæmdum á næsta ári verði sett eitthvert fjármagn í nokkur forgangsverkefni svo sem Fischershús, Keflavíkurtún og umhverfi fornminja í Höfnum.
5. Gjaldskrá 2019 (2018090130)
Ráðið leggur til að að leitað verði leiða til að fella niður aðgangseyri inn í Duus Safnahús á þeim forsendum að það sé ekki bara sýningarhús safnanna heldur líka menningarmiðstöð bæjarins. Að öðru leyti leggur ráðið til að gjaldskrá menningamála verði samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.
6. Fjölmenningarmál (2018100108)
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri fjölmenningarmála kynnti hugmynd að viðburði tengdum lýðveldisafmæli Póllands í nóvember. Ráðið lýsir ánægju með hugmyndina og leggur til að ákveðinn verði fastur árlegur viðburður í viðburðahaldi Reykjanesbæjar sem pólskur dagur sem næst þessari dagsetningu.
7. Erindi Gunnheiðar Kjartansdóttur (2018100109)
Gunnheiður leggur til að sérstök skilti tileinkuð tónlistarmönnum Reykjanesbæjar verði sett upp á áberandi stað í bæjarfélaginu. Ráðið tekur vel í hugmyndina og felur menningarfulltrúa að skoða málið nánar.
8. Erindi Kristins Helgasonar (2018100111)
Kristinn Helgason leitar eftir aðstoð við að útvega æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir. Ráðið tekur vel í erindið og felur menningarfulltrúa að skoða málið nánar í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
9. Önnur mál (2018010136)
a) Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari árið 2018 – 2019 eru: Kristján Jóhannsson, Grétar Þór Sigurðsson og Valgerður Pálsdóttir. Ráðið óskar þeim góðs gengis.
b) Afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar ásamt þremur sýningum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar verða opnaðar 16. nóvember n.k. kl. 18.00.
c) Ráðið þakkar Haraldi Á Haraldssyni góða vinnu við undirbúning og framkvæmd tónleika til heiðurs Eiríki Á. Sigtryggssyni, listamanni Reykjanesbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. október 2018.